Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 8
best, bæði til náms og heimilisnotkunar. Honum fannst það gera fíngerðustu tónhugsunum sínum best s'kil, taldi livorki flygilinn né slaghörpuna jafnauðug að blæbrigðum sem þetta tóngranna en lipra hljóðfæri. Það var á einskis manns færi, að setja fjöðurstafi í flvgil Bachs svo honum líkaði. Hann gerði það ætíö sjálfur. Hann stiliti einnig sj'álfur klavíkiord sitt og filygil, og það svo fim- lega, að ekki þurfti nema stundarfjórðung til. Að því verki loknu gat liann leikið óhindrað upp úr sér; honum voru þá allar tóntegundir, tuttugu og fjórar, handbærar. Hann gat farið með þær að eigin geðþótta. Fjarskyldar tóntegundir tengdi liann jafnauðveldlega saman og náskyldar. Það var eins og liann færi aldrei út fyrir takmörk einnar tónteg- undar. Skipti tóntegunda voru aldrei hrjúf; tónbrigðin voru svo mjúk og eðiileg, að ein og sama tóntegund virtist ríkja eftir sem áður. Þessu ber „Krómadíska fantasían" svonefnda, sem nú hefur verið prentuð, greinilegt vitni. Um „fanta- síurnar“ sem hann lék upp úr sér á hljóðfærið, er hið sama sagt, en þær kváðu þó hafa verið enn miklu frjálsari, glæsi- legri og kynngimagnaðri. Bach lék tónsmíðar sínar af svo mikilli fjölbreytni í tjáningu, að það var sem hvert tónverk talaði til áheyrandans undir höndum hans. Ef hann vildi tjá sterk geðbrigði, var það ekki með ýiktum áslætti, eins og margir gera heldur mótun lags og hljóms, þ. e. með eðli- legum listbrögðum. Og það með réttu; því hvernig má það tjá ákafar ástríður, er menn hamast svo á hljóðfærið, að fyrir tómum gauragangi og ólátum, er ómögu'legt að lieyra nokkur tónaskil. Árni Kristjánsson pýddi. Forkel (I7k9—Í818) ritaði fyrstur ævisögu Badhs, Árni Krist- jánsson píanóieikari hefur þýtt bók Forkels um Badi. Kafl- inn, sem hér er birtur er úr |>eirri bók. í næsta blaði birtist annar kafli — sá um organleikarann. Ritnefnd Organista- blaðsins flytur Árna Kristjánssyni bestu þakkir fyrir að liafa léð þessa kafla til birtingar í l>laðinu. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.