Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 9
ÁRNI BJÖRNSSON sjötugur í hinum fámenna hóp sem Ihóf nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrsta starísárið, 1930, var Árni Bjömsson frá Lóni í Kelduihverfi. Hann var imeðal (þeirra elstu, fæddur 23. des. 1905, en var svo kvikur, glaðvaer og fjörlegur að hann féll vel inn í hópinn og varð brátt hvers tmanns hugljúfi. Hann stundaði píanóleik af miklu kappi, var síspilandi og tók góðum framförum. — Seinna sneri liann sér að flautuleilk og tónsm'íðum og fór 1944 til Englands log stund- aði þar framhaldsnám i 2 ár og lauk 'burtfararprófi frá Royal Manohester College of Music. Eftir heimkomuna stundaði hann tónsmíðar og flautuleik. Hann lék bæði í Lúðrasveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit íslands og þar var hann fyrsti flautuleikari. Ennfremur var Árni organisti Óháða safn- aðarins í Reykjavík og stofnfélagi F.Í.O. — Árið 1952 varð hann fyrir slysi á höfði er (batt enda á tónlistarstarfsemi hans um árabil. Vegna óvenju mikillar lífsortku tókst honum með að- stoð konu sinnar, Helgu Þorsteinsdóttur, að ná þeim árangri við endurfiæfingu, að nú er hann starfandi organisti við sjúkrahús 'borgarinnar og gegnir því starfi með ágætum. — Árni hefur samið allmargar tónsmíðar: hljómsveitar- og kammerverk, kór- og einsöngslög að ógleymdum lúðrasveit- armörsum og útsetningum. Árið 1964 hlaut hann verðlaun Sambands ísl. lúðrasveita fyrir marsinn „Gamhr félagar" og 1972 féklk hann fyrstu verðlaun í samkepp'ni danska útvarps- ins fyrir „Frumsamið stef og tilbrigði í íslenskum þjóðlaga- stíl", sem er samið 'fyrir tréblástursihljóðfæri. — Árni varð sjötugur í desember s\. og sendum viðhonum hugheilar kveðj- ur og árnaðaróskir af iþví tilefni. P. K. P. ORGANISTABLAÐIB 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.