Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 10
GEIR ÞÓRARINSSON Geir Þórarinsson organisti Keílavíkunkirkju varð sjötug- ur Iþann 3. febrúar 1976. Á Iþessum tímamótum ií lífi hans viljum við starfsbræður hans og samherjar flytja honum heil'la- og hamingjuóskir. Geir hefur ekki langa tónlist- arskólagöngu að baki. Fyrir utan tilsögn >í harmoníum- leik, sem hann fékk hjá Ingi- bergi Pálssyni, þá ungur að aildri, naut hann ökki tilsagn- ar í tónlist, en hefur af þrot- Jausum áíhuga aflað sér þekk- ingar og ikunnáttu í stopulum frístundum að loknu löngu dagsverki. Þetta er saga hans, sem svo margra annara manna, sem borið hafa uppi sönglif í kirkjum víðsvegar urn land. Tildrög iþess að hann fór að leika við guðsþjónustur voru þau sömu og oft verða, vöntun á organista, og þá var farið að leita að einlhverjum til að bjarga hlutunum. Þannig hóf Geir feril sinn sem organisti með því að leika við einstakar guðsþjónustur í Innri-Njarðvíkurkirkju og Kirkjuvogákirkju, en varð 1960 fastur organisti við Innri- Njarðvíkurkirkju og gegndi iþví starfi í 15 ár. Einnig var hann organisti við kirkjuna í Ytri-Njarðvík 1965—1975 eða í 10 ár. Á báðum þessum stöðum hafði hann 18 manna lcirkju- 'kóra, sem hann æfði reglulega. Þegar Friðrik Þorsteinsson hætti störfum sem organisti við Keflavíkurkirkju árið 1964 tók Geir við því starfi og hefur gegnt því síðan. 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.