Organistablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 15

Organistablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 15
S T E I N G R í M U R M. SIGFÚSSON M I N N I N G SteingTÍmur M. Sigfússon tónskáld er látinn. Með honum er genginn góður drengur, sem rækti starf sitt og skyldur af lífi og sál. Ég var svo lánsöm að ikynnast íhonum og Guð- björgu Þorbjarnardóttur kionu hans, iþegar ég flutti til Húsa- víkur haustið 1974. Á yngri árum samdi Steingn'mur fjö'lda söng- og dægurlaga, sem oft heyrast, en er árin liðu samdi hann einnig alvarlegri verk, bæði kórlög og orgelverk, auk þess raddsetti hann inörg lög og gerði kennsluæfingar lyrir nemendur í tónlist. Þegar Steingriímur flutti til Húsavíkur fyrir nokkrum ár- um, gerðist hann organisti log skólastjóri Tónlistarskólans þar, og undir stjórn hans efldist skólinn mjög. Steingrímur 'kom góðu skipullagi á sikólann og hélt uppi tónlistarkennslu á vegum hans í náigrannasveitunum. Oft rædidi Steingrímur um trúmál, og hann átti sér þann draum að semja tónverk sem Ihann æílaði að tileinka Drottni sínum, í þakklæti og trú. Örlögin höguðu því þannig, að aðeins hluti þess verks var saminn, honum auðnaðist ekki að ljúka því. ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.