Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 17
Steingríiraur var með afbrigðum skemmtilegur maður, með
mikla kímnigáfu, og hann hafði 'lag á að gera hversdagsleik-
ann að dýrðlegum fagnaði. Hann kvaddi þennan heim um
jþað leyti, er sumarið gekk í garð. Þetta hafði verið langur og
strangur vetur. Augu hans lokuðust undir síðustu tónunum
í kæru versi eftir J. S. Badh:
Slá þú hjartans hörpustrengi,
hrær livern streng, sem ómað fær.
Hljómi skært og hljómi lengi
hósíanna nær og fjær.
Hvert þitt innsta æðarslag
ómi' af gleði þennan dag.
Konungurinn konunganna
kemur nú til sinna manna.
Það er trú mín, að þar sem Steingnímur dvelur nú, sé hann
laus undan öJilum Iþjáningum.
Guðleif Guðlaugsdóttir.
ÞÓRHALLUR ÁRNASON
Þónhalliur Árnason, sellóleikari lést í Reykjavík 18. júní s.l.
rúmlega 85 ára að aldri. Hann var fæddur að Narfaikoti í Njarð-
víkum 13. jan. 1891. Á unga aldri var hann forustumaður í
lúðrasveitum höifuðstaðarins. Tónlistarnám stundaði hann í
Kaupmannahöfn og síðan mörg ár í Hamtborg, og var selló-
leikur aðalgrein hans. Að námi loknu starfaði hann sem selló-
leikari í 10 ár í Þýskalandi. Eftir heimkomuna varð hann góð-
ur liðsmaður í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Þórhallur lék oft á hljóðfæri sitt í kirkjum höfuðborgarinn-
ar — og reyndar fleiri kirkjum — við ýms tækifæri, — við jarð-
arfarir, í messum á tónleikum, og eigum við organistar, sem
nú teljumst til eldri kynslóðarinnar margar góðar minningar
frá smavinnustundunum með honum.
P. H.
ORGANISTABLABIB 17