Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 33

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 33
Tónleikahald í Reykjavík. Dómkirkjan. Oratoríukór Dómkirkjunnar stóð fyr- ir tónleikum 1 Dómkirkjunni 3. sunnu- dag í Aðventu undir stjórn Ragnars Björnssonar sem einnig lék á orgel Choral í a-moll eftir Cesar Franck. Einnig tóku Manuela Wisler og Sig- urður Snorrason þátt í tónleikunum. Á efnisskrá kórsins voru sálmaútsetn- ingar eftir J. S. Baoh. úr Jólaora- toríinu og verk eftir stjórnandann Ragnar Björnsson íyrir kór og orgel. Sunnudaginn 14. mars hélt Martin Hunger Friðriksson orgeltónleika í Dómkirkjunni á vegum Tónlistarfé- lagsins. Á efnisskránni voru eftlrtalin verk: Ostinato og íughetta eftir dr. Pál ísólfsson, Sónata í A-dúr eftir Felix Mendelssohn, Preludía og íuga í e-moll eftir J. S. Bach, Verk fyrir fótspil eftir I>orkel Sigurbjörnsson og að lokum Choral í E-dúr eftlr Cesar Franck. Priðjudaginn 13. maí hélt prófessor dr. Michael Schneider frá Köln orgel- tónleika í Dómkirkjunni Efnisskráin var hin sama sem Felix Mendeissohn Bartholdy hafði árið 1840 i Tómasar- kirkjunni i Leipzig. — Á efnisskránni voru eingöngu verk eftir J. S. Bach, en 'hau voru: Prel. og fuga í Es-dúr, Kóralforleikur Schmiicke dich o liebe Seele, Passacaglia og fuga í c-moll, Prel. og fuga í a-moll, Pastorale og að lokum Toccata í F-dúr. lláteigskirkja. Kór Háteigskinkju ásamt einsöngv- urunum Margréti Bóasdóttur, Rut Magnússon, Garðari Cortes og Halldóri Vilhelmssyni héldu tónleika í Háteigs- kirkju 7. des. sl. undir stjórn organ- ista kirkjunnar Martins Hungers Frið- rikssonar. Elín Guðmundsdóttir lék á sembal og Hörður Áskelsson á or- gel, félagar úr Sinfóniuhljómsveit íslands léku með. — Á efnisskránni voru eftirtalin verk: 5 sálmforleikir eítir Bach. Vegsamið Drottinn eftir Heinrioh Schtits, Gjör dyrnar breiðar cftir J. Brahms, Magnificat eftir Willy Burkhard og að lokum kantata nr. 172 Erschallet ihr Lieder eftir J. S. Bach. Sunnudaginn 4. jan. voru tónleikar í Háteigsklrkju. Flytjendur voru: Guðni Þ. Guðmundsson sem lék á or- gel, Carsten Svanberg sem lék á bá- súnu og Knut Hovald sem lék á trompet. — Eftirtalin verk voru flutt: Sonata i d-moll fyrir básúnu og orgel eftir G. P. Telemann, Toccata a primi toni eftir E. T. Sark, Sónata í a-moll eftir B. Marcello, Prelúdía og fúga I D-dúr eftir J. S. Bach, Hollenskur kirkjumars fyrir trompet og orgel og að lokum bæn fyrir trompet. básúnu og orgel eftir Pál Ólafssón frá Hjarð- arholti. Sunriudaglnn 29. febrúar sl. hélt Tónlistarskólinn í Reykjavik tónleika í Háteigskirkju undir stjórn Martins Ilungers Friðrikssonar. Meðal verkefna var motetta fyrir fjórradda kór og Basso Continuo Lobet den Herren alle Heiden eftir J. S. Bach og ör- lagaljóð op. 54 eftir J. Brahms. Fíladelfíukirkjan. Sunnudagiinn 18. janúar hélt Árni Ariribjarnarson orgeltónleika i klrkju Fíladelííusafnaðarins i Reykjavik. Á efnisskránni voru eftirtalin verk: ORGANISTABLAÐIÐ 33

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.