Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 37

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 37
musikkandakt nr. 500 21. janúar þ.á. — og íarið í tónieikaferðalög m. a. með drengjakór dómkirkjunnar. Hann hefur samið mörg kirkjuieg tónverk, stór og smá. Á 5. norræna tónlistarmótinu sem haldið var hér i Reykjavík 1952 lék hann nokkur orgel- verk eftir sig. Þegar L. N. lét af embætti sjötugur að aldri var honum sýndur margvislegur sómi í Þránd- heimi. Nýji organistinn við Niðarósdóm- kirkju er Per Fridtjov Bonsaksen. Hann er Þrándheimsbúi og nam tón- iist hjá föður sinum og Ludvig Nielsen og siðan utaniands og voru kennarar hans Miehael Schneider. Jiri Rein- berger. Anton HeiMer og íielri írægir menn. Bonsaksen er 29 ára. Ludvig Nielsen var iika 29 ára begar hann varð dóm- kirkjuorganleikari í Þrándheimi. En þeir tveir, sem gegndu starfinu næst á undan honum byrjuðu ennþá yngri. Sulo Saloncn. lést 21. mai si. 77 ára að aidri. Hann var fyrst organleikari í Jakobstad og siðan i Helsingfors. Professor Salonen samdl mörg kirkluleg tónverk þ.á.m. mótettur og hafa sumar beirra verlð sungnar hér á landi. Svcnsk Kyrkomusik. Um næstu áramót lætur Wilhelm Fahl af ritstjórn sænska kirkjutón- listarblaðsins, en hann hefur verið aðalritstjóri þess undanfarin ár. Undir hans stjórn hefur blaðið komlð út með miklum myndarbrag, fjölbreitt að efni og vandað að frágangi. Aöal- ritstjóri verður nú Jan Roström en meðritstjórar Lars Angerdal og Erik Lundkvist. Norsk Kirkcmusikk. Á sl. ári varð Eilert Hægeland aðal- ritstjóri norska kirk,1utðnlistarbiaðsins. Með honum 1 ritstjórninni eru Stig Wernö Hoiter, Björn Kare Moe, Arne J. Soihaug og Kristen ögaard. Nomus Katalog '76. Nomus- mSmnderna för nordiskt musiksamarbete — hefur gefið út fjöl- ritaða bók með bessu nafni —. Nomus Katalog '76. — Er t>að skrá yfir þá aðila sem á einhvern hátt fást vl8 tónlist á Norðurlöndum, svo sem opln- berar og hálfopinberar stofnanir, félög, nefndir og ráð, bóka- og skjala- söfn, kóra og hljómsveitir, blöð og llmarit o.s.frv. og er því barna ýmls- konar fróðleikur saman kominn á ein- um stað. i.ins Hcggcn einn af ..grand old men" norskar kirkjutónlistar lest 13. mars sl. 98 ára gamall. Lars Heggen var dómkirk.iu- organleikari í Bergen 1936—1946. Hann þótti afbragðssöngstjóri. Eftir hann liggja mörg tónverk, „Missa brevls", kantötur. kórlög o. íl. Þegar hann var nær níræður vann hann til verð- launa 1 samkeppni um tónverk sem N.R.K. efndi tli. Finn Vidcrö organlelkari við Trinitatis klrkju I Kaupmannaih'öfn — einn af frægustu organleikurum Dana — varð sjötugur 15. ágúst. Hann hefur haidið orgel- tónleika og kennt organleik á nám- skeiðum viða um lönd. Haskólinn i Abo I Finnlandi sæmdi hann doktors- nafnbót. — Á kirkjutóniistarmótinu i Reykjavik 1952 lék Viderö orgelverk eftir sig. ORGANISTABLAÐIÖ 37

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.