Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 3
JAKOB TRYGGVASON Með þessum línum eru organ- leikaranum Jakobi Tryggvasyni sendar bestu aímælisóskir í til- efni 70 ára afmælisins. Þegar Jakob var að alast upp, var nám í hljóðfæraleik enn í frumbernsku hér heima. Aðeins fáir höfðu lagt út á þá braut — nokkrir hug- sjóna- og áhugamenn sem ekki létu það aftra sér að tónlistarnám var vægast sagt mjög tvísýn fjár- festing. Þegar Jakob lauk námi biðu hans margháttuð tónlistarstörf. Hann var organleikari við Akur- eyrarkirkju og söngstjóri kóra, skólastjóri tónlistarskóla og kenn- ari, ennfremur stjórnandi lúðrasveitar. Ég læt þessari upptalningu lokið, en á henni sést að víða hefur hann þurft að koma við sögu. Við vitum jafnframt að mörg þessara starfa eru hvert um sig á við aðalstarf. Samt er Jakob furðu lítið sundurtættur eftir þetta allt, og er sá sem gott er að leita ráða hjá — gefur sér tíma og íhugar, en svarar ekki eins og úr steinrunnum farvegi. Varaformaður félags okk- ar hefur hann verið frá 1952. í sambandi við það bregður fyrir ýms- um svipmyndum: Ræðumaður við setningu norræns kirkjutónlistar- móts í Osló 1965, veislustjóri í samsæti er Organistafélagið hélt Páli Isólfssyni er hann varð sjötugur. Við slík tækifæri kemur kímni- gáfa hans skemmtilega fram. Ég ætla að leyfa mér í þessum fáu línum að þakka Jakobi fyrir fyrsta orgeltímann minn, en það var í Siglufjarðarkirkju að loknu kóramóti 1952 — veislan beið, en Jakobi lá ekkert á. Hann leysti úr öllum mínum spurningum af stakri þolinmæði. Þá kvnntist ég og einnig síðar natni hans og alúð við trausta og góða orgelkennslu sem hvílir á alhliða tónlistarmenntun hans. Störf hans á því sviði eiga eftir að bera ríkulegan ávöxt, enn meir en þegar orðið er. Á þessum ORGANISTABLAÐIB 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.