Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 5
að voru lítiS sem ekkert sungnir í kirkjum landsins, en undirritaður telur það hafa verið algjöran óþarfa af sálmabókarnefnd að fella niður t. d. sálmana „Breiðist Guð, þín blessun yfir“, ,,Blessun yfir barnahjörð“ og „Sem vorsól ljúf er lýsir grund“, en þessara sálma er mest saknað. Það skal fúslega játað, að það voru teknir margir nýir sálmar í Sálmabókina og er það vel, en það mun samt koma fram síðar, að margir þeirra munu aldrei verða eins vinsælir, eins og þeir sálmar voru, er fyrr voru nefndir. I Sálmabókinni frá 1945 eru að- eins 2 sjómannasálmar, og í Sálmabókinni 1972, eru þeir einnig 2, en þeim hefði mátt fjölga, vegna þess að það er vöntun á sjómanna- sálmum, og í þessu sambandi er rétt að það komi fram, að óþarft var að fella niður sálminn „Þótt æði stormar heims um haf“, eins og gert hefur verið, en ekki meira um Sálmabókina. Á árinu 1976 var gefinn út nýr Sálmasöngsbókarviðbætir, og vill undirritaður fara um hann nokkrum orðum. Óhætt mun að segja það, að margir organistar hafi beðið eftir honum með eftirvæntingu, en því miður orðið fyrir miklum vonbrigðum með útkomu hans, og ekki síst vegna þess hve langan tíma það tók að hann sæi dagsins ljós, ef svo mætti segja. Það er leitt til þess að vita, hve illa hefur tekist til með prentunina, því að margs konar prentvillur er þar að finna og þær mjög slæmar margar hverjar. Það hafa t. d. brenglast nöfn á höfundum sumra laganna þannig, að erlend lög eru talin vera eftir íslenska höfunda o. s. frv. Það skal tekið fram, að í þessa bók hafa verið tekin allflest lögin úr Sálmasöngsbókarviðbætinum er þeir Björgvin Guðmundsson, dr. Páll Isólfsson og Sigurður Birkis gáfu út fjölritaðan eftir að sálmabókin 1945 var gefin út, en sérstaklega sakna ég lagsins „Gleð þig særða sál“ eftir Sigvalda Kaldalóns, sem ekki var tekið í þennan viðbæti, og þannig mætti nefna fleiri lög, en það verður ekki gert í þessari grein. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar Haukur Guðlaugsson hefur nú nýverið sent organistum landsins lista með leiðréttingum í viðbætinum og á hann þakkir skilið fyrir það, og vil ég sérstaklega þakka honum fyrir allt það sem hann hefur sent frá sér á þeim tíma sem liðinn er síðan hann tók við starfi söng- málastjóra, og sýnir það áhuga í starfi hans. Að lokum vil ég óska þess, að sem fyrst verði gefin út aukin og endurbætt útgáfa af bæöi sálmabók og sálmasöngsbók, sem allir geti verið ánægðir með fram vegis. Guðmundur Kr. Guðnason. ORGANISTAKI.AÐIB 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.