Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 6
MÉR FINNST best fara á því aS leika róleg, hugleiðingakennd forspil í guðsþjón- ustum, ekki of stutt (4—6 mínútur). forspil að sálmum ættu ekki að vera lengri en til vísað er í kóralbók- inni (1. og síðasta hending) eða ámóta löng frjáls, gjarnan pólý- fón og gefi glögga vísbending um lagið sjálft og áætlaðan hraða. kór eigi að syngja sálmalög og svör einradda, því að illa hljómar sam- an tenór og bassi kórs og laglína sungin af karlmönnum (kirkju- gestum). kór eigi að syngja eftir greinarmerkjum, ,,frasera“, en ekki eftir Ijóð- línum (sbr. „Heims um ból“, „Lýs, milda ljós“, „Ég heyrði Jesú himneskt orð“, 3. og 4. er., „Dauðinn dó, en lífið lifir“, 4. er., o. fl., o. fl. kór eigi að syngja bænir veikt (sbr. „Á hendur fel þú honum“, 3. og 4. er., en annað efni í jöfnum styrk, án frekari túlkunarbragða. eftirspil við sálmalög óþörf, sérstaklega meiningarlaus vaðall, sem stundum heyrist. Ef eftirspil er viðhaft nægja 2—3 hljómar, gjarnan IV—-I eins og títt er víða erlendis, s. s. Bretlandi. ,,módúlatíónir“ vera óþarfar, en ef notaðar eru, skulu þær vera stuttar, hnj|friiðaðar en þó ekki of ,,brattar“. Vel fer á því að leika stutt kóralforspil sem inngang að skírn, altarisgöngu eða öðru, sem sett er inn í guðsþjónustuna. mikið á reiki um lengd lokatóna setninga í sálmalögum, enda þýðir dráttarbogi í kóralbókinni ýmist lenging eða ábending um setn- ingaskil. í mörgum sálmalögum fer illa á lengingum, sérstak- lega ef hægt er sungið, sbr. lög nr. 5a og 5b. eftirspil í messulok eigi að vera rólegt, sérstaklega á föstu, ef kirkju- gestir sitja uns því lýkur, annars megi það vera sterkt og stutt 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.