Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 10
blaði og takt- og hljóðfallsskyn prófað um leið. — Hljómfræðipróf fer fram með þeim hætti að nemandi skal hljómsetja sálmalag í 4 röddum og fær til þess 2 klukkustundir. Próf í formfræði fara fram samkvæmt kennslubók Björns Hjelmborgs, Musikoríentering. Lág- marks kröfur í píanóspili eru: Leikin skal tvíradda invention eftir Bach og allegro-kafli úr sónötu eftir eitthvert tónskáld Vínarklassis- mans og loks sálmalag prima vista. Áætlaður námstími til að ljúka hinu meira organistaprófi er 5 ár. Námsefnið er: Orgelspil 5 ár, kirkjuspil 5 ár, píanóspil 3 ár, saga 3 ár, hljómfræði 2 ár, kontrapunktur 3 ár, heyrnarþjálfun 3 ár, diktat 2 ár, greining tónverka 2 ár, nóturéttritun Vi ár, hljómborðs- hljómfræði 3 ár, messusöngur 2 ár, sálmalagafræði 1 ár, kirkjutón- listarsaga 1 ár, orgelkunnátta 1 ár (orgelkundskab), tónleika undir- búningur 2 ár, söngur 2 ár, kórsöngsþjálfun 2 ár, kórstjórn ásamt hljómsveitarstjórn 2 ár, kórstarf 3 ár. Pótt þessar 20 greinar séu til lokaprófs telja margir sér nauðsyn á að sækja aukafög, til dæmis í blásturs- eða strokhljóðfæraleik, hljómsetningafræði (instrumentasjón), tungumálum o. fl. Sumir fara í eins árs námskeið að loknu hærra organistaprófi og taka kennslufræði. Guðni P. Guðmundsson. Við erum með á nótunum Útvegum allar tegundir af nótum með stuttum fyrirvara. Fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af nótum fyrir orgel, svo og fyrir önnur hljóðfæri. Póstsendum. Hljóðíœraverzlun SIGRÍÐAR HELGADÖTTUR 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.