Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 11
NOKKUR ORÐ ER VARÐA KIRKJUTÓNLIST Oft hefur þess verið getið hér i blaðinu að vöntun væri á organ- leikurum úti á landi og er því eðlilegt að menn velti fyrir ser hvernig leysa megi vandann. Því miður get ég ekki bent á neina ,patent lausn', en æskilegt væri að ungir tónmenntakennarar fengjust til að taka að sér kirkjusóng í dreyfbýlinu og að þeir önnuðust einnig tónmennta- kennslu í skólum. Laun fyrir kirkjusönginn mætti þá miða við laun tónmenntakennara. Menntun þeirra stendur nú á traustari grunni en áður og árangur af starfi þeirra kom skemmtilega í Ijós á landsmóti barnakóra, sem haldið var í Háskólabíói 20. rnars. Á því móti var mikill menningar- bragur, öllum þátttakendum til sóma. Organistanámskeið söngmálastjóra eru að verða árviss og skila því einnig tslenskum kirkjusöng árvissum arði. Þessi námskeið hafa sennilega meira gildi en virðast mætti fljótt á litið, því að þar gera menn meira en að auka tónlistarþekkingu sína, þeir efla einnig félags- leg tengsl. Þersónuleg kynni organista eru mikilvægur þáttur, sem ekki má vanmeta og Organistablaðið er okkur mikilvæpjir tengiliður, sem leggur sitt af mörkum til að fylkja liðinu og hvetja það til dáða þó að óbeint sé. Eg held að skilningur almennings á gildi tónlistar sé þegar fyrir hendi og vonandi fara menn einnig að gera sér Ijóst að ekki er hægt að fá tónlistarmenn til að taka að sér kirkjusöng, nema að þeir fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir. Framansögð orð eiga einkum við um dreyfbýlið. Á fjölmennari stöðum hefur víða verið lagt nokkuð af mörkum til að bæta aðstöðu kirkjutónlistarmanna, t. d. með því að kaupa pipuorgel, en mér virð- ist vera full þörf á að vekja athygli á því að flest orgel, sem flutt hafa verið til landsins að undanförnu eru svokölluð kórorgel. í mörgum stærri kirkjum erlendis eru tvö orgel, annað er þá kór- orgel ca. 6—9 radda en hitt er miklum mun stærra. Þegar nýjar kirkjur eru byggðar gleymist oft að ætla rúm fyrir orgel og ef munað er eftir orgelinu er gjarnan miðað við stærð kór- orgels. Vonandi fara þessi mistök að heyra fortiðinni til. Að lokum minni ég á að okkur vantar stórt og vandað orgel til landsins, bæði getum við þá fengið hingað erlenda orgelsnillinga og einnig skapað íslenskum organleikurum aðstöðu til að fullkomna sig í list sinni, því að sem betur fer eigum við marga góða orgelleikara Kristján Sigtryggsson. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.