Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 8
og sem síðar varð kveikjan að ungmennafélags hreyfingunni, er varðveitti með festu og einurð óð góðskáldanna sér til óþrjótandi orkugjafa fósturjörðinni til þarfa.-----Er ég leit Bjarna organista í Brekkubæ í fyrsta sinn mætti hann sem fulltrúi síns kórasam- bands á aðalfund Kirkjukórasambands íslands 23. júní 1971. — Þar mátti merkja að hér var mikið meira en meðalmaður á ferðinni. Hann vakti eftirtekt allra fundarmanna og ávann sér tiltrú þegar í stað til stuðnings þörfum málefnum. Hann var í senn sannur fundarmaður og þjóðlegur. Bjarni Bjarnason er fæddur í V.-Skaftafellssýslu 10. maí 1897 að bænum Hruna í Fljótshverfi. Hann er af göfugum kominn í ættir fram, má þar nefna eldprestinn séra Jón Steingrímsson. Vetur- inn 1915—1916 stundaði Bjarni nám við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og jafnframt nam hann organleik hjá söngkennara skólans, Magnúsi Einarssyni. Allmiklu síðar naut Bjarni tilsagnar Páls ís- ólfssonar og Sigurðar Birkis söngkennara. Með þetta að grunnnámi gerðist Bjarni Bjarnason brautryðjandi og höfuðleiðtogi í margþættum tónlistarmálum Nesja- og Hafnar- hreppsbyggða. — Og nú þann 10. maí 1977 hefur Bjarni í Brekkubæ verið full sextíu ár hinn dáði og síungi organleikari kirkju sinnar í Nesjahreppi og sí og æ miðlað henni af rausn og örlæti úrvals tón- list með ýmsum hætti og einnig hafa þar ómað mörg tónstef frá hans eigin brjósti, sem hann hefur aðlaðað með varúð og nær- gætni að stórum stundum í gleði og harmi innst í helgidómi Bjarnar- nesskirkju. Jafnframt því að stjórna sínum eigin kirkjukór í Nesja- hreppi veitti Bjarni forustu karlakór Hornafjarðar í tugi ára. Sá kór yljaði sínu byggðarlagi og sveitanna ár hvert með fáguðum söng og þáoi það eitt að launum að njóta sívaxandi vinsælda. Þetta söngfélag starfar enn með fádæma áhuga undir nafninu Karlakórinn Jökull. Söngstjóri hans er sonur Bjarna — Sigjón, efnilegur tónlistarmaður. Svo sem hinn frómi Hallur á Síðu var sínum landsetum og hjú- um á Landnámsöld í Skaftárþingi hefur Bjarni í Brekkubæ verið sinni kæru Nesja- og Hafnarbyggð, höfuðkempa og ævinlega í við- bragðsstöðu til lausnar aðsteðjandi vanda vina sinna og vanda- manna. Og enn skai vonað, að hinn sígildi og glaði tónn Bjarna organista í Brekkubæ lifi um stund, byggð hans, frændum og vin- um, til unaðar. jón Isleifsson. 8 ORGANISTAltl.AÐIR

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.