Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 9
ORGANISTANÁMSKEIÐ i Svíþjóð, Danmörku og Englandi. Svíþjóð. í einum allra vinsælasta músikskóla í Svíþjóð, Geijerskólanum í Ransater, sem liggur um 50 km fyrir norðan Karlstad, eru haldin viku-, hálfsmánaðar- og einsmánaðar námskeið á hvetju sumri. — Á mánaðarnámskeiðinu eru þessi fög tekin fyrir: Píanó, orgel, tónheyrn, greining tónverka, söngur, kórstjórn og kórþjálfun. Hálfs- mánaðarnámskeið eru haldin á svipaðan hátt og vikunámskeið eru haldin fyrir stjórnendur barnakóra. Vikunámskeið fyrir unglinga- kóra eru haldin að loknu kórstjórnarnámskeiðinu. Þess skal getið að í Geijerskólanum er hægt að innritast til eins árs í þeim fögum sem nemandi kýs sér sjálfur. Danmörk. I Danmörku er námskeið haldið í Askov Elöjskole á hverju sumri. Það er mikið lagt upp úr söngnum (einkatímar og kórtím- ar), liturgíu og kórstjórn. Námskeiðin við Askov eru frábrugðin mörgum öðrum námskeiðum að því leyti að orgelkennslan fer fram (t. d. í sumar) með fernu móti: 1. Sálmaspil: Farið er yfir ákveðna sálma sem þátttakendum eru tilkynntir í tæka tíð. Lögð er áhersla á rétta pedalsetningu. 2. Farið er yfir sex erfiðari sálmalög ásamt litlu prelúdíunum og fúgunum eftir Bach í orgelskóla Finns Viderö. Einnig er farið yfir orgelkórala eftir Mogens Wöldike, sem tilheyra ákveðnum sunnu- dögum í kirkjuárinu. 3. Farið er yfir forspil, millispil og eftirspil, s. s. kórala úr orgel- buchlein (Pet. V.) og nýrri orgelkórala, t. d. eftir Lewkovitch. 4. Improvisation: Axel Andersen fer yfir og útskýrir skóla sinn í leik af fingrum fram. (Þessi skóli er í þrem bindum og hefur fengið mjög góða dóma). — Þeir sem taka þátt í atriðum úr 2. og 3. þurfa að láta vita fvrirfram hvað þeir vilji helst spila. Ætlast er til að hver þátttakandi hafi æft áður minnst 3 verk. England. The Royal School of Church Music í London starfar í námskeiðum allt árið. Lengstu námskeiðin standa í þrjá mánuði. Mikið er lagt upp úr messusöng, tónheyrn, hljómfræði og orgelspili. Þriggja mánaða ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.