Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 23

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 23
í Dresden: Úr Kleine Preludien und Fugen (Peters VIII) eftir Bach á orgel og á píanó Invention eftir Bach og Sonata eftir Haydn. í Leipzig: Dorische Toccata und Fuge eftir Bach og Introduktion und Passacaglia í d-moll eftir Reger á orgel og á píanó Französische Suite eftir Bach, úr op. 118 eftir Brahms og Sonate Nr. 1 eftir Hindemith. Ég hef tekið eftir að ungir íslenzkir tónlistarmenn hugsa stund- um of snemma til frekara náms erlendis. Ég ráðlegg engum að fara til útlanda fyrr en þeir hafa lokið t. d. minna prófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík eða jafnvel fvrst eftir einleikarapróf. Fyrst þá kemur nám erlendis að verulegu gagni. Marteinn Hunger Friðriksson. FÉLAGSMENN ATHUGIÐ Það gæti stuðlað að fjölbreytni blaðsins ef okkur bærist meira efni frá félagsmönnum. Því er það áskorun okkar að þið sendið efni til birtingar í blaðinu. Allt efni, sem 6nertir hina félagslegu baráttu er vel þegið. Einnig væri æskilegt að fá sem flesta til að leggja orð í belg um starf okkar að kirkjutónlistarmálum. Pósthólf félagsins er 5282. Ritnefndin. ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.