Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 2
BRYNJÓLFUR ÞORLÁKSSON fv. Dómorganisti — fœddur 22. maí 1867, dáinn 16. febr. 1950. Ef við hverfum í huga til aldamótanna síðustu og virðum fyrir okkur höfuðstað landsins — Reykjavík — eins og hann var þá samkvæmt skráðum heimildum sjáum við fátt af því sem þessi fagra borg skartar með í dag. Þá voru íbúar hennar ekki full sjö þúsund og með það i huga var ofur eðlilegt að minna færi fyrir fjölbreyttum menningarþáttum en nú til dags, en eigi að síður mátti þá lita snarleg fljóð og glaða guma þeys- ast manna á meðal með hugann fullan af fögrum fyrirheitum borginni sinni og þjóð til frama. — Meðal þeirra vösku sveina var sá sem þessi orð eru tileinkuð — Brynjólfur Þorláksson fyrrverandi Dómorganisti i Reykjavík. — Brynjólfur fæddist 22. maí 1867 i Nýjabæ á Seltjarnarnesi við Reykjavík. Þar ólst hann upp til manndómsára. Allt grunnskólanám og annað þar fram yfir sótti Brynjólfur til Reykjavíkur og fyrr en hann fyllti tveggja tuga aldurinn var hann vel kunnur meðal margra skóla- manna fyrir ágæta námshæfni og frábæra alúð við allt, sem til- einkaðist hagnýtu námi en einkum og sérilagi er laut að listgrein- unum söng og tónlist. Brynjólfur mun þá hafa verið svo sem síðar á lífsbrautinni tilkomumikill í fasi, friður og fallega eygð- ur, dökkur á brún og brá, snar i hreyfingum og ræðinn við alla, sem áttu brennandi áhugamál og alveg sérstaklega ef þau sner- ust að hljómlistarmálum. — Ungur að árum gerðist Brynjólfur ritari í skrifstofu Lándshöfðingjans og því embætti gegndi hann í full tuttugu ár. — Organleik og ténfræði lærði Brynjólfur hjá Jónasi Helgasyni Dómorganista og píanóleik hjá önnu Peter- sen móður Helga Pjeturss Dr. phil. — Árið 1891 kemur Brynj- ólfur fyrst fram opinberlega á tónlistarsviðinu og þá með drengjakór, sem nefndur var VONIN. — Þessir piltar voru allir yngri en fjórtán ára. 1892 byrjar Brynjólfur fyrir alvöru að taka þátt í margs konar tónlistarlifi Höfuðstaðarins, en til að byrja með undir annarra stjóm. Hann söng með í söngsveit- um og aðstoðaði þær ef með þurfti með undirleik á orgelharm- 2 ORGANISTABI.AÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.