Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 2

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 2
BRYNJÓLFUR ÞORLÁKSSON fv. Dómorganisti — fœddur 22. maí 1867, dáinn 16. febr. 1950. Ef við hverfum í huga til aldamótanna síðustu og virðum fyrir okkur höfuðstað landsins — Reykjavík — eins og hann var þá samkvæmt skráðum heimildum sjáum við fátt af því sem þessi fagra borg skartar með í dag. Þá voru íbúar hennar ekki full sjö þúsund og með það i huga var ofur eðlilegt að minna færi fyrir fjölbreyttum menningarþáttum en nú til dags, en eigi að síður mátti þá lita snarleg fljóð og glaða guma þeys- ast manna á meðal með hugann fullan af fögrum fyrirheitum borginni sinni og þjóð til frama. — Meðal þeirra vösku sveina var sá sem þessi orð eru tileinkuð — Brynjólfur Þorláksson fyrrverandi Dómorganisti i Reykjavík. — Brynjólfur fæddist 22. maí 1867 i Nýjabæ á Seltjarnarnesi við Reykjavík. Þar ólst hann upp til manndómsára. Allt grunnskólanám og annað þar fram yfir sótti Brynjólfur til Reykjavíkur og fyrr en hann fyllti tveggja tuga aldurinn var hann vel kunnur meðal margra skóla- manna fyrir ágæta námshæfni og frábæra alúð við allt, sem til- einkaðist hagnýtu námi en einkum og sérilagi er laut að listgrein- unum söng og tónlist. Brynjólfur mun þá hafa verið svo sem síðar á lífsbrautinni tilkomumikill í fasi, friður og fallega eygð- ur, dökkur á brún og brá, snar i hreyfingum og ræðinn við alla, sem áttu brennandi áhugamál og alveg sérstaklega ef þau sner- ust að hljómlistarmálum. — Ungur að árum gerðist Brynjólfur ritari í skrifstofu Lándshöfðingjans og því embætti gegndi hann í full tuttugu ár. — Organleik og ténfræði lærði Brynjólfur hjá Jónasi Helgasyni Dómorganista og píanóleik hjá önnu Peter- sen móður Helga Pjeturss Dr. phil. — Árið 1891 kemur Brynj- ólfur fyrst fram opinberlega á tónlistarsviðinu og þá með drengjakór, sem nefndur var VONIN. — Þessir piltar voru allir yngri en fjórtán ára. 1892 byrjar Brynjólfur fyrir alvöru að taka þátt í margs konar tónlistarlifi Höfuðstaðarins, en til að byrja með undir annarra stjóm. Hann söng með í söngsveit- um og aðstoðaði þær ef með þurfti með undirleik á orgelharm- 2 ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.