Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 3

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 3
ónium ogi til að auka við fjölbreytni hljómleikanna var Brynjólf- ur oft og tíðum beðinn um að flytja einleik á hljóðfærið. Þetta þótti ágætlega af hendi leyst og var Brynjólfur á þeim árum talinn bera af öllum er fengust við að spila á slík hljóðfæri. Árið 1897 veitti Alþing Islendinga Brynjólfi styrk til utanfarar í þeim tilgangi, að hann notaði hann sér til framhaldsmfcTintun- ar í tónlist. Brynjólfur fór utan 1898 og verður orgelnemandi hjá pró- fessor Nebelong og hljómfræði lærði hann hjá P. Rasmussen. Báðir þessir kennarar Brynjólfs voru mikilsmetnir tónlistar- menn um siðustu aldamót i Kaupm.höfn — 1901 var Brvnjólf- ur ráðinn söngkennari við Lærðaskólann í Reykjavík og við frá- fall Jónasar tónskálds Helgasonar Dómorganista 1903 var Brynjólfi falin organistastaðan við Dómkirkjuna og jafnframt bar honum að kenna organistaefnum þjóðkirkjunnar organleik og guðfræðinemum tón. Á næsta áratug hér frá vinnur Brynj- ólfur með ofurkappi að velferð og vexti allra tónlistarmála Höf- uðstaðarins. Hann stofnar söngfélög, samkóra og karlakóra, og flytur með þeim meiriháttar tónverk. Við konungskomuna til Reykjavikur 1907 stýrði Brynjólfur stærstu söngsveit — blönd- uðum kór — sem þá hafði sést á íslenskri grund og fékk það eitt að launum að vera talinn frábær söngstjóri. — Síðla ársins 1912 segir Brynjólfur Þorláksson öllum sinum fjölþættu tón- listarstörfum lausum og 1913 fer hann vestur um haf — til Vesturheims. — Þar dvelur Brynjólfur samflfcytt í tuttugu ár einkum i Winnipeg. Samtimis þvi sem hann gerist Vesturislend- ingur byrjar hann að vinna með fullum krafti að uppbyggingu margs konar tónlistarþátta meðal landa sinna í Winnipeg. Hann stofnaði söngsveitir og stýrði þeim, kenndi söng og hljóðfæra- leik í einkatimum. Talið er, að Brynjólfur hafi vakið til lifs fjörutíu söngfélög í Islendingabyggðum vestanhafs ogi hvarvetna notið einróma álits og virðingar fyrir tónlistarstörfin. — Árið 1933 kemur Brynjólfur Þorláksson heim til fósturjarðar sinnar, og er þar með alfarinn frá Vesturheimi og settist hér að 66 ára að aldri. Á þessu aldurskeiði Brynjólfs byrjar hinn þriðji og síðasti kapi- tuli ævistarfs þessa ágæta listamanns í tónlistinni. Til Reykja- víkur kemur hann lúinn og farinn að kröftum með létta pvngju ORGANISTABI.AÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.