Organistablaðið - 02.12.1978, Side 13

Organistablaðið - 02.12.1978, Side 13
I Bæjar- og héraðsbókasafninu í Hafnarfirði hefur starfað deild i nærfellt 20 ár, sem er einstök hér á landi og hefur að geyma m. a. mikið safn bóka um tónlistarefni, hljómplötur nýj- ar sem gamlar og segulbandsupptökur. Til þess að hægt væri að fræða lesendur Organistablaðsins um þá starfsemi sem þar fer fram, var safnið skoðað og rætt við Pál Kr. Pálsson, en hann hefur verið umsjónarmaður deild- arinnar frá upphafi. Undirritaður hitti Pál á efri hæð bókasafnsins, þar sem deild- inni er haganlega fyrir komið í nýtískulegu húsnæði og gat þar að líta mikið af bókum, nótum, plötum, segulbandsspólum, á- samt tilheyrandi tækjakosti — og spurði hann: Hver var áSdragandinn öð stofnun þessarar deildar? Mér var kunnugt um að víða við almenningsbókasöfn er- lendis voru starfræktar tónlistardeildir og að skortur væri á handbókum um tónlist og nótur hér á landi og spurði ég for- stöðumann bókasafnsins í Hafnarfirði, frú önnu Guðmundsdótt- ur, hvort hún væri því hlynnt að slík deild yrði starfrækt þar. ORGANISTA BI.AÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.