Organistablaðið - 02.12.1978, Side 19

Organistablaðið - 02.12.1978, Side 19
en lúterdómi ti] lengdar, því að þeir vilja standa einir og frjálsir frammi fyrir Herra sínum líkt og tollheimtumaðurinn i muster- inu forðum og taka hann milliliðalaust á orðinu í þeirri Góðu Bók. Tempi Ragnars í sálmalögum eru samkvæmt þessu hæg og virðuleg, einleikur hans með djúpri innlifun og meðleikur í einsöngs- og einleiksverkum svo prýðilegur sem best má verða. Og nú er þessi öðlingur áttræður og hefur fengið hlýjar óskir og þakklæti úr öllum áttum og mættum við njóta krafta hans og leiðsagnar lengi enn. Séra Gunnar Björnsson í Bolungarvík. SINFONIA VOCALE Arið 1977 gaf Konunglega samska tónlistarakademian út síð- asta hluta í lieildarverki um tónskáldið, pianóleikarann og stjórn- andann Wilhelm Stenhammar. Höfundurinn Bo Wallner l'jallar þar um „Sinfonia Vocale“ sem samið var samkvæmt beiðni árið 1921 í tilefni af 150 ára afmæli sænsku tónlistarakademiunnar. Þetta hátíðaverk, sem hlaut nafnið Sángen, „En symfonisk kantat“ var samið við texta eftir Ture Rangström. Þetta rit er nr. 20 í ritseriu Tónlistarakademiunnar. Á sama ári gaf Akademian út annað rit í minningu þess að á árinu voru liðin 100 ár frá byggingu hins veglega húss Tón listarakademiunnar við Nybrokajen 11 í Stokkhólmi. ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.