Organistablaðið - 02.12.1978, Page 21

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 21
VIÐTAL VIÐ ÓLAF 1 FORSÆTI Að Forsæti í Villingaholtshreppi í Flóa hefur Ólafur Sigur- jónsson organisti sett upp 16 radda pípuorgel af Starup gerð, sem áður var í Landakirkju i Vestmannaeyjum. Blaðamaður frá Organistablaðinu hitti Ólaf að máli fyrir skömmu. Hvenœr var orgelið jlutt? Það var í byrjun nóvember 1977 að við fórum fjórir til eyja og unnum þar svo til samfleytt í einn og hálfan sólarhring við að taka hljóðfærið niður. Iivers vegna þessi vinnuharka? Ja, nýja orgelið var að koma í kirkjuna og áætlun Herjólfs rak á eftir okkur, en við merktum flesta hluti, pökkuðum þeim vandlega niður i kassa og röðuðum þeim á vörubíl, sem síðan ók um borð i Herjólf með allt saman. Hvernig var í sjóinn? Það er óhætt að segja að það munaði miklu, að vel hittist á með veður. Þar höfðuS þið heppnina méð ykkur, en að öðru leyti hajið þið líklega ekki látið hana rtiða miklu við þetta verk. Nei, allt varð að undirbúa vandlega áður og fór ég tvær ferðir til eyja til þess að fást við aðalvandamálið, sem var að sam- ræma stærð þeirra hluta, sem pakka þurfti i kassa og stærð pall- rýmis á bílnum, þannig að allt rúmaðist sem best. Þetta var meiri vandi en ætla mætti, þar sem margir hlutir máttu að- eins liggja á einn veg. Gastu byrjað strax að stilla upp, þegar heim kom? Nei, það var öðru nær, allt varð að flytja i geymslur, því að húsnæðið, sem nota átti fyrir hljóðfærið var bílskúr, áfastur ibúðarhúsinu og hann þurfti fyrst að innrétta, en ekki bara það, ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.