Organistablaðið - 02.12.1978, Page 26

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 26
og þess vandlega gætt, að hvert stef væri ávallt eins „fraserað“ og kæmi alltaf fram. Samkvæmt Heiller skólanum, er bæði barok og renisans orgeltónlist samin með hljómsveitartónlist að fyrirmynd. Þess vegna eru allar fraseringar gerðar með tilliti til hljóðfæra, t. d. strokhljóðfæra. Þess vegna eru t. d. boga- strok fiðlunnar höfð til viðmiðunar í fraseringu. Upptaktur i hljómsveitartónlist var t. d. léttur og því notað uppstrok og fyrsta taktslag sem á eftir fylgdi þungt, og þess vegna notað niðurstrok. Þetta vildi Radulescu láta koma fram í orgelspilinu. Allsstaðar þar sem sennilegt þykir að skipt hafi verið úr upp- stroki í niðurstrok, eða öfugt, eiga að heyrast skil. Þessi skil geta verið mislöng, alveg frá því að vera tæplega greinanleg, eins og allir vita sem þekkja til bogatækni, til þess að vera greini- legar þagnir. Annað atriði sem fékk nýja merkingu hjá mér eftir veruna hjá Radulescu, var „hemiólan“. Flestir þekkja vafalaust hvað „hemióla“ er þ. e. a. s. þegar taktur skiptir t. d. úr 3/2 i 2/2 eða 6/4 verða að 3/2. Á barok og renisans tímunum var hemi- ólan sjálfsagður hlutur. Við þekkjum þetta úr sálmasöngbók- inni, t. d. í sálminum nr. 97a, Jesú þínar opnu undir, þar sem skiptist á 6/4 og 3/2 taktur. Ef hemiólur eru látnar koma fram í spilamennsku geta þær gjörbreytt heilu verki. Gott dæmi er t. d. í Fúgunni í Toccata Adagio og Fúga eftir Bach. Þar lýkur aðalstefinu á þessa leið ef hemiólurnar eru látnar koma fram: n n i"! Tc ' # r ' ■ ' i # 11 i. , / « ' —•— i -k v y i > > 7 Þessi túlkun gerbreytir allri fúgunni, því að sjálfsögðu koma þessar hemiólur alls staðar fram í verkinu þar sem þetta stef kemur fyrir.. Að lokum langar mig að segja smásögu af þróun orgel- smíði í Austurríki, og á hún sér að sjálfsögðu hliðstæðu miklu viðar. Á síðustu öld kom fram ný tækni í orgelsmíði, er 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.