Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 31

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 31
HUGO LEPNURM, prófessor vi<5 Konservatoríið í Tallin, þjó&listamaSur í Eistlandi: „R I E G E R - K L O S S“ O R G E L I N Við dáumst oft að frábærum orgelum síðustu alda, smíðuð- um af skilningi á tónlist, næmi og hæfileikum. Reynsla fyrri kynslóða og mikil vinna hefur verið lögð í þessi hljóðfæri. Orgel- smiðir okkar tíma reyna einnig að ná fullkomnun í list sinni. Séu aðeins teknar með í reikninginn fagurfræðilegar og hljóð- fræðilegar (akústik) forsendur er að minu áliti auðveldara að smíða „fullkomið“ hljóðfæri, heldur en til komi ytri skilyrði eins og fjármál, venjur, smekkur og óskir viðskiptavinarins. Tónlistarmaðurinn — organistinn — hinn raunverulegi við- takandi nýs orgels hefur úr að velja mikið magn tónlistar ýmissa timabila, stíltegunda og skóla. Hver stíll var skapaður í samræmi við „fullkomið" orgel fyrir þann ákveðna stað og þann ákveðna tima, en þe'ssi „fullkomnu“ orgel geta oft verið mjög ólík innbyrðis. Og þetta leiðir til mismunandi hljóma tónlistar á orgel okkar tíma. Tónlistin hljómar í einni útfærslunni sem „frumútgáfa" en í annarri sem „þýðing". Ég þekki til þess að á nokkur ný orgel i Sovétríkjunum hljóm- ar tónlist Bachs frábærlega, en túlkun tónlistar 19. aldar á sömu hljóðfæri veldur erfiðleikum. Draumur organistans er að leika á orgel, sem gæti fullnægt kröfum allrar tónlistar. Við orgelsmiðir vitum þó af reynslu að þennan draum er ekki hægt að láta rætast. — Samt sem áður reynum við að nálgast þetta markmið. Þannig er það hjá okkur í Sovétríkjunum og þannig er það hjá sérfræðingum Rieger-Kloss í Tékkóslóvakíu. 1 byrjun þróaðist hjá Rieger-Kloss sérstakur stíll, þ. e. a. s. að koma til móts við óskir viðskiptavina. Þetta skapaðist af vtri skilyrðum. Fjöldi orgela fyrirtækisins var smíðaður fyrir tiltölu- lega fátækar kirkjur í Tékkóslóvakiu, Ungverjalandi, Póllandi og Austurríki, þar sem sparnaðarsjónarmið voru ríkjandi og ORGANISTABL.AÐIÐ 31

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.