Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 35

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 35
STEINN STEFÁNSSON skólastjóri og organleikari SeyðisfjarSarkirkju SJÖTUGUR Steinn Stefánsson skólastjóri varð sjötugur 11. júlí siðast- liðinn. Hann var fæddur 11. júlí 1908 á Reynivöllum í Suð- ursveit. Voru foreldrar hans Stefán Jónsson hreppstjri i Suðursveit og kona hans Kristín Eyjólfsdóttir hreppstjóra á Reynivöllum. Steinn stundaði kennaranám i Kennaraskólanum, en jafnframt kennaranámi lagði hann stund á tónfræði og organleik. Kenn- ari hann var Sigfús Einarsson tónskáld um tveggja vetra skeið. Steinn gerðist kennari á Seyðisfirði við barna- og unglinga- skólann 1931 og skólastjóri við sama skóla 1945 uns hann lét af embætti 1975. Steinn varð organleikari við Seyðisfjarðar- kirkju árið 1955. Tók hann við því starfi af Jóni Vigfússyni, er hann fluttist burt. Gegndi Steinn organleikarastarfinu um 20 ára bil. Steinn var ágætlega starfi sinu vaxinn. Auk meðfæddra tónlistarhæfileika og þrotlausra æfinga, notaði hann mörg tæki- færi hér heima og erlendis til þess að auka við þekking sína og færni Auk organleikarastarfsins æfði hann og stjórnaði mörgum söngkórum á Seyðisfirði og kenndi ætið söng og tónlist við barna- skólann. Allt þetta starf vann Steinn að mestu af þegnskap og spurði ekki um daglaun að kveldi. Steinn hefur samið nokkur lög og hefur Seyðisfjarðarsöfnuður gfe'fið sum þeirra út i þakklætisskyni fyrir störf hans i þágu kirkjunnar og byggðarlagsins um áratuga skeið. Organistablaðið árnar Steini Stefánssyni allra heilla i lilefni sjötugsafmæli hans. Erlendur Sigmundsson. ORGANISTABLAÐIÐ 35

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.