Organistablaðið - 02.12.1978, Side 38

Organistablaðið - 02.12.1978, Side 38
Kór Landakirkju. hina kórana. Var það bæði forvitnilegt og skemmtilegt að hlusta á aðra flytja verk, sem við vorum búin að hamra á undanfarna mánuði Svo kom að okkar þætti og vöktu þjóðbúningarnir feikilega athygli, þegar gengið var upp á sviðið. Talsvert af fvr- irfólki kom í salinn rétt áður en við byrjuðum. Þar á meðal lord- ar með breiðar gullkeðjur. Allur tókst söngurinn áfallalaust og hlaut hópurinn gott klapp. Seinna um daginn voru siðan tilkynnt úrslit í keppninni og kom þá í ljós, að við höfðum hafnað í 15. sæti af 20 og voru menn almennt ánægðir með það. 1 fyrsta sæti varð ungverskur kór enda áberandi bestur. Mjög var misjafnt að sjá viðbrögð fólks þegar úrslit voru birt, Þarna voru kórar sem taka þátt í þessari keppni á hverju ári og í þeim tilgangi einum að sigra. Áttu þar margir erfitt að sætta sig við að fá ekki verðlaun og mátti þar sjá vonbrigði og reiði speglast i andlitunum. Þau Þórhildur Óskarsdóttir og Reynir Guðsteinsson tóku þátt í keppni einsöngvara daginn áður og stóðu sig mjög vel. Varð Reynir i 4. sæti í sínum flokki, en Þórhildur i 6—7 sæti í sópr- anhópnum. Var þeirra keppni þó mun erfiðari, þar sem þau urðu að hlaupa úr lestinni og beint upp á svið og fengu engan tima til undirbúnings. Að kvöldi keppnisdagsins söng kórinn á sameiginlegum kon- sert þrjú íslensk þjóðlög við mjög góðar undirtektir. 38 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.