Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 39

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 39
Þessir dagar minntu nokkuð á Þjóðhátíð, eins og við þekkjum hana hér í Eyjum, en ansi kom það manni spánskt fyrir sjónir að sjá aldrei einn einasta mann undir áhrifum áfengis, meðau á mótinu stóð og það í þessu mikla bjórdrykkjulandi. í Wales söng kórinn svo við messu í enskri hákirkju og var sú messa allmjög frábrugðin þvi sem við e'igum að venjast hér heima. Síðan var haldið suður England og slappað af í tvo daga i Torquay á suðurströndinni, þar sem haldinn var einn „óopin- ber“ konsert fyrir gesti á hótelinu. Þá var farið til Kantaraborgar, þar sem okkur veittist sú ánægja að halda hálftíma tónleika í dómkirkjunni, einhverju veglegasta guðshúsi í Evrópu. Var það stór stund og óglevman- leg og margt manna af ýmsum þjóðernum, sem hlýddi á. Síðasti söngurinn var svo í London, en þar var haldin alís- lensk messa í danskri kirkju, þar sem séra Kjartan messaði. Skírt var þennan dag, ekki Islendingur heldur Dani og mun það trúlega í fyrsta sinn, sem íslenskur skirnarsálmur er sung- inn við danska skírn. Þar með var opinberum söng lokið í reisunni og verslun og afslöppun það sem eftir lifði ferðarinnar. Fararstjórar í þessari ferð voru þeir Eyjólfur Pálsson og Kjartan örn og var þeirra þáttur slíkur, að engu var líkara en þeir væru þarna fæddir og uppaldir, þótt hvorugur þeirra hafi farið þarna um áður. Eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir gott og fornfúst starf. Þessi ferð kórsins var algerlega kostuð af kórfélögum sjálf- um, en ráðist var í prentun á fallegri söngskrá, sem um leið var nokkurs konar landkynning, litprentuð að hluta. Var það kostnaðarsamt fyrirtæki, en fjölmargir aðilar hér i bæ veittu okkur þar stuðning og viljum við hér ítreka þakkir okkar til þeirra. — F. h. Kirkjukórs Vestmannaeyja. Sigurgeir Jónsson Kirkjukór Vestmannaeyja fór í söngför til Englands og Wales fyrri part- inn í júlí sl. — Framanskráð frásögn birtist í bæjarblaðinu i Vestmannaeyj- um í sumar. — Söngskrá kórsins var fjölbreytt — íslensk og erlend lög. íslensku lögin voru eftir Pál ísólfsson, Jón Ásgeirsson, Eluil Thoroddsen, Jón Nordal, Sigv. S. Kaldalóns, Árna Thorsteinson, Jón Leifs og Bjarna Þorsteinsson. Söngstjóri kórsins er Guðmundur H. Guðjónsson organisti við Landakirkju. ORGANISTABLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.