Organistablaðið - 02.12.1978, Side 42

Organistablaðið - 02.12.1978, Side 42
Við Genesaretvatn. Fæðingarkirkjan að morgni þessa helga dags. Lágu dyrnar hve'tja alla, sem um fara til auðmýktar. Fæðingarstaðurinn sjálfur. Silfurstjarnan þar sem letrað er Hic de virgine Maria Jesus Christus natus est. Hér ól María mey Jesú Krist. Ég held, að fáir fari ósnortnir frá þessum stað. Voru það ekki hendingar úr jólaguðspjallinu, sem fóru um hugann. Kvöld, já sjálft aðfangadagskvöld jóla, Jötutorgið i Betlehem þar fóru hátíðahöld kvöldsins fram, ellefu kórar víðsvegar úr heiminum sungu fagra þekkta og óþekkta jólasálma. Allt í einu hljómaði Heims um ból helg eru jól á íslensku i fyrsta skipti sjálft aðfangadagskvöldið i Betlehem. Og inn i söng kórsins blandaðist hljómur klukkunnar á torginu, hún sló tiu. Og við lok söngsins fór eins og fagnaðarbylgja um torgið. Greinilegt var, að kórinn og einsöngvarar hans höfðu unnið hug og hjörtu áheyrenda. Þá var vissulega stór stund að vera Islendingur. En samt fór ekki allt fram eins og sæmt hefði stað og stund. Greinilegt var, að ekki voru allir viðstaddir kristinnar trúar, eða þeir tjá gleði sína á annan veg en við erum vön. Stundum minnti framkoma fólksins á 17. júní skemmtun, þegar þær verða hvað verstar heima á Islandi. Þetta hlaut að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd, að við erum i skuld við Guðs út- 42 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.