Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 49

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 49
David Ewen: I V E S Charles Ives, í. 1874 í Danbury, Connecticut. Hann nam hjá Dudley Buck, Harry Rowe Shelley og í Yale hjá Horatio Parker. Hann vann við tryggingar jafnhliða tónsmíðum til 1930. — 1946 fékk hann Pulitzer verölaunin fyrir þriðju sinfóníu sína. Smábæja tónlist var helsti áhrifavaldur í lífi Ives og olli hinni róttæku nýbreytni hans. Hljómsveitir í smáþorpum hafa sjald- an hinn hreina tón eða rétta takt. Þetta notaði Ives sér og bræddi saman þessi ósamhljóma hljóð og skapaði sinn eigin stíl. Hann gerði sér ljóst að þessir smábæja-tónleikar bjuggu yfir hinum sömu einkennum hvarvetna í Ameríku. Til þess að tjá þetta bjó hann til róttækt og flókið tónkerfi hinna furðulegustu hljóða. Tónlist hans er djörf i samhljómum, rytma og atonal. „Ég gat ekki notað þessa hljóma" sagði hann, „ég heyrði eitthvað annað". Henry Covell skrifaði um Ives, að hann væri snillingur í að taka undirstöðuatriði, sem virtust ósamrýmanleg og fella hag- lega saman. Tónkerfi hans væri nógu víðtækt til þess að setja saman efnivið af ýmsum tegundum. Kerfið notaði hann siðan til að gæða tónlistina lífi og tilfinningu. M. P. þýddi David Ewen (f. 1907) amerískur tónvísindamaður hefur skrifað fjölda bóka um tónlist. Nefna má The Book of Modern Composers, American Composers oí Today, The Homebook of Musical Knowledge, The Story of George Ger- shwin, The Story of Irving Berlin, The Story of Jerome Kern, Haydn: A Good Live, The Story of Arthuro Toscanini, Panorma of American Popular Music. Alls munu rit hans vera um 40. — Greinin hér að framan er úr Musical Meisterworks. i þeirri bók gerir hann grein fyrir rúmlega 150 tón- skáldum (kaflinn um Ives er gott sýnishorn) og síðan útlistar (analyserar) hann eitt eða fleiri tónverk hvers höfundar. D. E. hefur hlotið frægð fyrir ritverk sin. ORGANISTABLAÐI8 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.