Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 49

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 49
David Ewen: 1 V E S Charles Ives, í. 1874 í Danbury, Connecticut. Hann nam hjá Dudley Buck, Harry Rowe Shelley og í Yale hjá Horatio Parker. Hann vann viS tryggingar jaínhliða tónsmíðum til 1930. — 1946 fékk hann Pulitzer verðlaunin fyrir þriðju sinfóniu sína. Smábæja tónlist var helsti áhrifavaldur i lifi Ives og olli hinni róttæku nýbreytni hans. Hljómsveitir í smáþorpum liafa sjald- an hinn hreina tón eða rétta takt. Þetta notaði Ives sér og bræddi saman þessi ósamhljóma hljóð og skapaði sinn eigin stil. Hann gerði sér ljóst að þessir smábæja-tónle'ikar bjuggu yfir liinum sömu einkennum hvarvetna í Ameríku. Til þess að tjá þetta bjó hann til róttækl og flókið tónkerfi hinna furðulegustu liljóða. Tónlist hans er djörf í samhljómum, rytma og atonal. „Ég gat ekki notað þessa hljóma" sagði hann, „ég heyrði eitthvað annað“. Henry Covell skrifaði um Ives, að hann væri snillingur i að taka undirstöðuatriði, sem virtust ósamrýmanleg og fella hag- lega saman. Tónkerfi lians væri nógu viðtækt til þess að setja saman efnivið af ýmsum te'gundum. Kerfið notaði liann síðan til að gæða tónlistina lífi og tilfinningu. M. P. þýddi David Ewen íf. 1907) amerískur tónvísindamaður hefur skrifað fjölda bóka um tónlist. Nefna má The Book of Modern Composers, American Composers of Today, The Homebook of Musical Knowledge, The Story of George Ger- shwin, The Story of Irving Berlin, The Story of Jerome Kern, Haydn: A Good Live, The Story of Arthuro Toscanini, Panorma of American Popular Music. Alls munu rit hans vera um 40. — Greinin hér að framan er úr Musical Meisterworks. í þeirri bók gerir hann grein fyrir rúmlega 150 tón- skáldum (kaflinn um Ives er gott sýnishorn) og síðan útlistar (analyserar) hann eitt eða fleiri tónverk hvers höfundar. D. E. hefur hlotið frægð fyrir ritverk sín. ORGANISTAHI.AÐIÐ 49

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.