Organistablaðið - 02.12.1978, Side 53

Organistablaðið - 02.12.1978, Side 53
ISLENSK ÞÁTTTAKA 1 XII. NORRÆNA KIRKJUTÖNLISTARMÓTINU I HELSINKI Dagana 17.—20. ágúst sl. var XII. Norræna kirkjutónlistar- mótið haldið í Helsinki í Finnlandi. Af íslands hálfu tóku þátt í mótinu að þessu sinni Guðni Guðmundsson organisti, sem lék orgelpartitu eftir Hallgrím Helgason, og Kór Langholtskirkju, sem flutti 6 sálmalög í útsetningu dr. Róberts Á. Oltóssonar, (úr Tuttugu og tveimur helgisöngvum) og þrjú ný islensk verk: „Davíð 92“ og „Hósianna" eftir Þorkel Sigurbjörnsson og „Ur orðskviðunum“ eftir Jón Ásgeirsson, Þessi verk keypti Kór Lang- holtskirkju af tónskáldunum sérstaklega fyrir þessa ferð. Þar sem fjölmiðlar hafa flestir birt útdrátt úr umsögnum finnskra gagnrýnenda um þessa tónleika, ætla ég ekki að fjöl- yrða um það hér, en vil þó bæta við einu atriði, sem ekki hefur, að mínu mati, komið nægilega fram í þessum frásögnum, en það er hversu lofsamlega dóma þessi verk fengu sem tónsmíðar. Það er, eins og flestum er kunnugt, helsta hlutverk þessara móta, að gefa sem gleggsta mynd af nýjungum i kirkjutónlist, svo þessar þjóðir geti lært hver af annarri, og skiptst á hugmyndum. Það var okkur því mjög mikið ánægjuefni hversu góðar undir- tektir þessi verk fengu. Þetta kostaði kórinn að vísu u. þ. b. 10% af árstekjum sínum, en við teljum þeim peningum vel varið þar sem við höfurn auðgað íslensku kirkjuna af tónlist, og ætlum að halda áfram á sömu braut. Aftur á móti langar mig til að benda á það, að þar sem þessi mót eru haldin af organistafélögum og kirkjukórasamböndum norðurlandanna, mætti F.Í.O. fara að athuga með framlag til næsta móts, stm haldið verður í Danmörku 1982. Hætt er við að framlag Islands hefði orðið heldur rýrt, ef Kór Langholts- kirkju hefði ekki keypt þessi verk. Ég hafði því miður ekki tök á að heyra alla konserta mótsins, en það vakti athygli mína, ef ég ber saman reynslu mína af fyrri mótum, að sú tónlist er nú var kynnt, virtist vera nær ORGANISTANI.AÐIÐ 53

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.