Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 54

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 54
hinum almenna kirkjugesti, þ. e. a. s. aðgengilegri, en ekki ein- ungis tilraunir tónskálda að ganga lengra en aðrir í uppátækjum. Enda verZur kirkjutónlistin að ná eyrum safnaðarins þ. e. laða að kirkjunni. Þó verður jafnan að gæta þess að hún uppfylli listrænar kröfur. Við erum nefnilega líka að móta og þroska tón- listarsmekk, og hverskonar lágkúra í tónlistarflutningi er mann- skemmandi. Ég tók þátt i umræðum um nýjungar í „lítúrgíu“ messunnar. Þar gerði einn aðili frá hverju landi grein fyrir því helsta sem væri að ske í formi messunnar. Þar kom fram, að þróunin virð- ist vera í átt til hinnar „klassísku“ messu, en þar eru Norðmenn komnir lengst með hinni nýju messu sinni, sem þeir hafa verið að reyna undanfarin ár, og byggir að miklu leyti á Gregorsk- um söng. Að mótinu loknu söng kórinn dagskrá fyrir finnska útvarpið, en auk þess var konsertinn einnig hljóðritaður. Síðan hélt kór- inn í tónleikaferð, og söng í þrem borgum; Turku, Tampere og Jyveskyla. Má með sanni segja að þessi ferð hafi tekist vel, og orðið bæði þátttakendum til ánægju og góð kynning á islensk- um kirkjusöng. J. St. KARNABÆR Rakarastoía Björns Gíslasonar Eyrarvegi 5 - Selfossi Radíó- og sjónvarpsstoían sf. Austurvegi 11 - Selfossi - Sími 99-1492 Hlj óðf œra verkstœ ði Guðmundar Stefánssonar Hólmgarði 34 - Sími 35613 54 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.