Organistablaðið - 02.12.1978, Page 58

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 58
Tónleikar í Reykjavík. Langholtskirkja. Kór Langholtskirkju hélt tónleika í Fossvogskirkju 18. des 1977. Á fyrri hluta efnisskrárinnar voru eftirtalin verkefni: Heims um ból eftir Frans Gruber, Nóttin var sú ágæt ein eftir S. Kaldalóns, Vögguljóð fjárhirðanna eftir Hector Berlios, Locus Iste og Ave Maria eftir A. Bruckner og And Death Shall Have No Dominion eftir Sverre Bergh. Á seinni hluta efnis- skrárinnar var argentínsk messa Missa Criolla. Einsöngvarar á tónleikunum voru: Berglind Bjarnadóttir, Björk Jóns- dóttir, Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, Sig- rún Hákonardóttir, Sverrir Guðjóns- son, Rúnar Matthíasson og Þóroddur Þóroddsson. Einnig aðstoðuðu hljóðfæraleikarar. Stjórnandi var Jón Stefánsson. Þessir tónleikar voru endurteknir 1 Háteigs- kirkju 14. jan. 1978 með þeirri breyt- ingu að í stað jólalaganna í upphafi söng kórinn Italskan madrigal frá 15. öld, Guði dýrð eftir Hándel og Offer- torium eftir A. Bruckner. 29. janúar hélt kórinn hljómleika á Keflavíkurflugvelli. — Á efnisskránni voru eftirtalin verkefni: Fjögur göm- ul sálmalög í útsetningu dr. Róberts Abraham Ottóssonar. Heyr Himna- smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Ave Maria eftir S. Kaldalóns, Panis Angelicus eftir Cesar Franck, Affer- entur, Locus Iste og Ave Maria eftir Anton Bruckner, Tveir negrasálmar úr ,,A child of our time“, Nobody Knows og Steel away eftir Michael Tippet og að síðustu And death shall have no dominion eftir Sverre Bergh. Einsöngvarar voru þau sömu og á fyrri hljómleikunum að viðbættri Ólöfu Harðardóttur. Stjórnandi var Jón Stefánsson. Á Söngleikum i Laugardalshöll 15. apríl flutti kórinn Misa Criolla. 19. maí hélt kórinn hljómleika i Langholtskirkju, sem siðan voru end- urteknir í Háteigskirkju 20. maí. Á efnisskránni voru eftirtalin verk: ítalskur madrígal, Ave Maria eftir Nicolas Combert, Cantate Domino eftir Giuseppi Ottavio Pitoni, Úr orðs- kviðunum eftir Jón Ásgeirsson, Hósi- anna Davíðsson eftir Þorkel Sigur- björnsson og að lokum Jesu meine Freude, mótetta eftir J. S. Bach. Ein- söngvari var Signý Sæmundsdóttir og stjórnandi Jón Stefánsson. Þann 14. ágúst hélt kórinn hljóm- leika í Háteigskirkju til undirbún- ings för sinni og þátttöku í Nor- rænu tónlistarmóti, sem haldið var í Finnlandi í ágúst 1978, en kór- inn hélt tónleika í Gömlu kirkjunni í Helsinki 19. ágúst, Mikaelskirkjunni í Turku 22. ágúst, Dómkirkjunni í Tampere 24. ágúst og Taulumáen kirkjunni 1 Jyváskylá 26. ágúst. Á þessum tónleikum söng kórinn þrjár mismunandi efnisskrár sem voru sett- ar saman úr þeim verkefnum sem kórinn hafði tekið til meðferðar um veturinn og getið hefur verið um hér að framan. Skagfirska söngsveitin hélt tónleika í kirkju Hvítasunnumanna 22. og 24. apríl. Á þessum tónleikum flutti kór- inn undir stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur Kantötuna Olivet to Calvary eftir James H. Maunder. — Einsöngvarar voru Margrét Matthías- dóttir og Hjálmtýr Hjálmtýsson. Or- gelleik annaðist Árni Arinbjarnarson. 58 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.