Organistablaðið - 02.12.1978, Side 60

Organistablaðið - 02.12.1978, Side 60
nr. 5 í D-dúr eftir Felix Mendelssohn, fimm kóralforspil úr op. 122 eftir Johannes Brahms, Pastorale eftir César Franck, Aria eftir Jéhan Alain og Suite Gothique, op 25 eftir Léon Boellmann. Úr bœ og byggS _SaubáT?h’PöksW>\ia Tvö kirkjukvöld með fjölbreyttri tónlist voru haldin í Sauðárkróks- kirkju 3. og 4. apríl sl., en þá stóð yf- ir Sæluvika Skagfirðinga. Flutt voru bæði innlend og erlend lög af Kirkjukór Sauðárkróks undir stjóm Jóns Björnssonar organista. Einsöngvarar voru Hjálmtýr Hjálm- týsson, Sólborg Valdimarsdóttir og Þorbergur Jósefsson. Skálholt. Á sumartónleikum í Skálholtskirkju 1978, sem voru níu talsins, komu fram eftirtaldir flytjendur: Manuela Wiesl- er flautuleikari, Sigurður I. Snorrason klarinettleikari, Óskar Ingólfsson klar- inettleikari, Hafsteinn Guðmundsson, fagotleikari, Helga Ingólfsdóttir, sem- balleikari og Glúmur Gylfason orgel- leikari. Flutt var erlend tónlist frá 16. og 17. öld og tvö íslensk tónverk, Sum- armál eftir Leif Þórarinsson og Frum- skógar eftir Atla Heimi Sveinsson. Hólahátíð. Á Hólahátíð þann 13. ágúst söng Kirkjukór Sauðárkróks við messu kl. 2 og á samkomu kl. 5, undir stjórn Jóns Björnssonar. Einnig tók hljómlistarfólk frá Ak- ureyri þátt í þessari athöfn. Selfosskirkja. Ragnar Björnsson hélt orgeltónleika í Selfosskirkju laugard. 14. október. Á efnisskránni voru þessi verk: Preludia og fúga í Es-dúr eftir J. S. Bach. Orgelkonsert í a-moll eftir Vivaldi — Bach. Sonata í E-dúr eftir J. S. Bach. Vitringarnir og Immanuel eftir O. Messiaen. Marja Liisa Nurminen og Gunnvor Helander tvær finnskar tónlistarkonur héldu tónleika Selfosskirkju 25. sept sl. Efnisskrá: Hebreskur söngur við texta úr Biblíunni. — J. S. Bach: Toccata og fuga í d-moll. G. F. Höndel: 5 aríur úr oratoríunni Messías. Hebreskir söngvar úr bænabók Gyðinga ,,Sidur“. Sigurlaug Rósinkranz hélt tónleika ásamt Páli Kr. Pálssyni 1 Sauðár- krókskirkju þann 28. sept. sl. Tónleikamir voru endurteknir 1 Hafnarfjarðarkirkju þann 30. sept. Ragnar Björnsson hélt orgeltónleika í Hafnarfjarðarkirkju sunnud. 15. okt. Hann lék verk eftir Pál ísólfsson, Jón Þórarinsson, Atla Heimi Sveins- son, Gunnar Thoroddsen, Erik Berg- man og Jean Alain. Páll Kr. Pálsson kynnti orgelverkin 60 ORGA NISTA BI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.