Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 62

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 62
Kirkjukór Hólancskirkju 25 ára, 1978. Fréttir úr Húnaþingi. Kirkjukór Hólaneskirkju 25 ára. Þann 20 apríl (sumardaginn fyrsta) 1978 minntist Kirkjukór Hólanes- kirkju 25 ára afmælis síns með af- mælishófi í Fellsborg á Skagaströnd, að viðstöddum kórfélögum, styrktar- félögum og gestum. Veislustjóri var núverandi formaður kórsins Sævar Bjarnason. Undir borðum voru fluttar ræður og voru ræðumenn þeir. sr. Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur og Björgvin Jónsson, er flutti kveðjuræðu, en hann og kona hans frú Þorgerður Guðmundsdóttir eru að flytja til Ak- ureyrar, en þau voru félagar í Kirkju- kór Hólaneskirkju. Kirkjukór Hólaneskirkju var stofn- aður 20. apríl 1953 af Kjartani Jóhann- essyni söngkennara frá Stóra-Núpi í Árnessýslu, en hann var fenginn til þess að þjálfa kórinn. Fyrsta stjórn kórsins var þannig skipuð: Sigríður Helgadóttir formaður, Ingibjörg Sæ- mundsdóttir varaform., Jón Kristins- son ritari og Guðmundur Kr. Guðna- son gjaldkeri. Organleikari og söng- stjóri var Páll Jónsson skólastjóri, en hann lét af störfum árið 1965. Á þessu 25 ára tímabili hefur kórinn sungið við guðsþjónustur og aðrar kirkjuleg- ar athafnir, og hefur auk þess sungið við fermingar í nágrannakirkjunum á Höskuldsstöðum og Hofi, tekið þátt í kirkjukóramóti á Blönduósi 1963 og Þjóðhátíðarkór 1 Kirkjuhvammi 1974. í afmælishófinu söng kórinn nokk- ur lög undir stjórn Kristjáns A. Hjart- arssonar organleikara og söngstjóra. Þá söng karlakvartett við undirleik Steinunnar Berndsen sem er efnileg- ur og upprennandi píanóleikari. — Kvartettinn skipa þessir menn, Sig- urður Bjarnason, Sævar Bjarnason, Sigmar Jóhannesson og Einar S. Helgason. Þá heiðraði kórinn eftir- 62 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.