Organistablaðið - 02.12.1978, Page 64

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 64
á Skagaströnd átti 50 ára afmæli þann 22. apríl sl. Var þess minnst með samsæti er Kirkjukór Hólaneskirkju hélt honum og konu hans frú Sigur- björgu Björnsdóttur í Fellsborg á Skagaströnd. Voru honum færðar góð- ar gjafir á þessum tímamótum og honum þökkuð störf hans í þágu kirkjunnar. Hann er áhugasamur í starfi sínu og vinsæll. Kirkjukór Hóla- neskirkju væntir þess að njóta starfs- krafta hans sem lengst. Orgelsjóður Hólaneskirkju. Stofnaður hefur verið Orgelsjóður Hólaneskirkju. Stofnandi hans er Guðmundur Kr. Guðnason er stofnaði sjóðinn til minningar um foreldra sína, hjónin Klemensínu Klemensdóttur og Guðna Sveinsson á Ægissíðu á Skaga- strönd. Stofnfjárupphæð var krónur 10.000 „Tíu þúsund krónur“ Gjafabók liggur frammi hjá galdkera kirkjunn- ar frú Dómhildi Jónsdóttur prófastsfrú að Hólabraut 1, Skagaströnd. Borist hafa gjafir í sjóðinn. Guðmundur Kr. Guðnason. Fréttir af Isafirði. í ísafjarðarkirkju hagar þannig til, að Sunnukórinn sér um kirkjusöng- inn. Var það á sínum tíma ein megin- forsenda stofnunar kórsins. Oftast hefur stjórn Sunnukórsins og orgel- leikur verið í höndum sama manns. Sú hefð hefur skapast, að jafnan er efnt til kirkjutónleika á föstudaginn langa ár hvert. Er reynt að vanda sem mest til þeirra hverju sinni. Skiptist þá gjarnan á kórsöngur og orgel- leikur. Á föstudaginn langa sl. voru slíkir tónleikar haldnir að venju. Flutti kör- inn þar nokkur kirkjuleg verk undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar og orgelundirleik Guðrúnar Eyþórsdótt- ur. Erling Sörensen lék einleik á flautu og sr. Gunnar Björnsson lék einleik á cello, hvorttveggja með orgelundirleik Kjartans Sigurjónsson- ar, sem í upphafi tónleika lék tvö orgelverk. Sunnukórinn var þátttakandi í „Söngleikum ’78" og söng í því til- efni við messu í dómkirkjunni i Reykjavík. Prestur, kór og organleikari fóru nú í haust í messuferðalag til Bildu- dals, hina ánægjulegustu ferð. K. S. Frá aðalfundi F.l.O. Aðalfundur F.Í.O. haldinn 4. S2pt. 1978 í Bústaðakirkju. Formaður fé- lagsins, Guðni í> Guðmundsson, setti fundinn og bauð fundarmenn vel- komna, og einkum þá organista, sem mættir voru utan af landi. Formaður stakk upp á Geirlaugi Árnasyni sem fundarstjóra, og var það samþykkt. Ritari las fundargerðir síðasta fund- 64 ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.