Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 65

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 65
ar og síðasta aðalfundar og voru þær samþykktar samhljóða. Formaður ræddi um helstu störf stjórnarinnar og félagsins á sl. ári. Skýrði hann ennfremur frá ferð sinni á Norræna Kirkjutónlistarmótið í Finnlandi í ágúst sl., þar sem hann flutti íslenskt orgelverk, og kór Lang- holtskirkju flutti 2 íslensk kórverk undir stjórn Jóns Stefánsscnar. Gjaldkeri las því næst upp reikn- inga félagsins, scm voru samþykktir samhljóða. Umræður urðu um Organistablaðið og framtíð þess. Voru fundarmenn sammála um nauösyn á áíramhald- andi útgáfu þess, þrátt fyrir fjárskort og erfiðleika á rekstri blaðsins. Tvær tillögur voru bornar upp og samþykktar: 1) ,,Að blaðanefndin verði endurkosin" 2) ,,að stjórn F.Í.O. verði falið að ráða fram úr fjárhags- málum Org^nistablaðsins í samráði við blaðancfnd.4' Þá kom fram tillaga frá Víkingi Jóhannssyni þess eínis, ,,að félagar í F.Í.O. afli auglýsinga í blaðið hver á sínum stað, og sjái um að inn- heimta auglýsingagjöldin, cða að gjöldin verði innheimt m?ð gíróseðli. Ennfremur að stjórn félagsins ráði sérstakan auglýsingastjóra fyrir blað- ið, og má hann jafnframt vera utan- félagsmaður.44 Var tillagan samþykkt. Þá urðu u.nræður um félagsgjöld og áskrift blaðsins. Var samþykkt að hækka verulega félagsgjöldin, þar sem þau hafa stað- ið lengi í stað. Var sambykkt hækkun félagsgjalda í kr. 5000,00 og kr. 2000,00. Áskrift blaðsins var samþykkt að hækka í kr. 2500,00. Þá fór fram stjórnarkjör. Var for- maðurinn Guðni Þ. Guðmundsson end- urkosinn, einnig Glúmur Gylfason, en ritari var kosinn Keynir Jónasson, þar sem Árni Arinbjarnarson baðst undan endurkosningu. Varastjórn var endur- kosin, en hana skipa: Jakob Tryggva- son, Danícl Jónasson og Haukur Guð- laugsson. Endurskoðendur: Gústaf Jóhannesson og Geirlaugur Árnason. Árni Arinbjarnarson. Kirkjukórasamband íslands. Aðalfundur Kirkjukórasambands ís- lands var haldinn 15. október 1978. í skýrslu, sem formaður sambandsins flutti á fundinum kom eftirfarandi íram: Frá síðasta aðalfundi 8. sept. 1977 hefur stjórn K.í. haldið þrjá stjórnar- fundi. Á þcssum fundum hefur stjórn- in rætt og tekið ákvarðanir um þau erindi, sem til hennar voru send. Aðallega hafa þau verið beiðnir um styrki til þeirra verkefna sem sam- bönd og einstakir kórar hafa verið að fást við. Kirkjukórasamband Árnesprófasts- dæmis hélt veglegt söngmót í byrjun des. 1977 í Sclfosskirkju. Styrkur K.í. til þessa söngmóts nam kr. 40.000. Kirkjukór Akraness voru veittar kr. 80.000 vegna ferðar hans í des. 1977 til ísraels. Var það ein viðamesta söngferð, sem kirkjukór hefur farið. Kór Langholtskirkju var valinn til þátttöku fyrir íslands hönd í norrænu kirkjuiónleikamóti í Helsinki 17.—21. ágúst. Styrkur K.í. til þeirrar ferðar nam kr. 100.000. K.í. heíur borist yfirlit um þessa ferð og kemur þar fram, að söngur kórsins hefur verið honum til mikils sóma. Síðasta styrkveiting K.í. var til ORGANISTABLAÐIÐ 65

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.