Organistablaðið - 02.12.1978, Page 67

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 67
og Narðvíkurkirkju sungu, Siguróli Geirsson og Helgi Bragason léku á kirkjuorgelið, rakin var saga kirkj- unnar og fleira var þar á dagskrá. Hveragerði. Sunnudagskvöld 12. nóv. sl. fóru fram vígslutónleikar hins nýja kirkju- orgels í Hveragerðiskirkju. Haukur Guðlaugsson lék íyrst á gamla orgelið ,,Hver sem ljúfan Guð lætur ráða“, kóralforspil, og síðan lék hann það á nýja orgelið. Á dagskrá var: 1. Kirkjukórinn söng: Beethoven: Lofsöngur og C. Franck: Allsherjar Drottinn. 2. Ólafur Sigurjónsson: Pachelbel: Ciacona. 3. Guðmundur H. Guðjónsson: C. Franck: Piece Heroi- que. 4. Sigrún Gestsdóttir, sópran söng Bach: ,,Bist du bei mir“ og aríu úr Messíasi eftir Hándel. 5. Páll Kr. Páls- son: 3 þættir úr Aðventusvítu eftir Pietro Yon. 6. Haukur Guðlaugsson: Reger: Toccata í d-moll og 3 þættir úr Suite Gotique eftir Boellmann, og loks 7. Einar Markússon eigið lag, tileink- að Louise Ólafsdóttur fyrr organista við Kotstrandarkirkju. Hún og aðrir þátttakendur voru heiðraðir með lófa- klappi og blómvöndum í lok tónleik- anna. Ávörp fluttu sóknarpresturinn sr. Tómas Guðmundsson og frú Ragn- heiður Busk. „Organs of S\vitzerland“. Iinelda Blöchliger hélt „erindi með tón- og mynddæmum um gerð svissn- cskra orgela" í Norræna húsinu 28. okt. Kún talaði fyrst um Sviss — land og þjóð — í fáum orðum sögulegur inngangur. í landinu eru töluð fjögur tungumál — þýska, franska, ítalska og retorómanska. Vegna legu lands- ins (og tungumálanna) hefur svissn- esk orgelsmíði orðið fyrir þýskum, frönskum og ítölskum áhrifum. Því ___ot taldi hún upp staði, sem nafn- frægir hafa orðið fyrir orgelsmíði. — Síðan sýndi hún á tjaldi mjög falleg- ar myndir af mörgum orgelum, fyrst orgelunum í dómkirkjunum 1 Zurich Basel, Bern, Schaffhausen, Aarau og St. Gallen, en því næst af mörg- um sögufrægum orgelum, sem enn ORGANISTABLAÐIÐ 67

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.