Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 70

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 70
takteinum á verkefnaskrá sinni — (stærra repertoar) — en aðrir hljóð- færaleikarar, en að þeir spili oft verk „eftir organista fyrir organista“. Hann segir að tiltölulega fá af þessum tón- skáldum hafi samið mikið af annarri tónlist en orgeltónlist. Meðal þeirra fáu sem það hafi gert telur Edgeloe Bach, Brahms, Mozart, Franck og Messiaen. Gustaf Aulén. í desembermánuði 1977 lést sænski biskupinn Gustaf Aulén í hárri elli. Gustaf Aulén var ekki aðeins merk- ur guðfræðingur, heldur var hann mjög vel að sér í tónlist kirkjunnar. Hann var mikill aðdáandi hins gre- gorianska messusöngs, og átti stóran þátt í að móta þá stefnu sem hefur orðið ofaná í liturgiskri tónlist sænsku kirkjunnar. — Gustaf Aulén samdi kirkjulega tónlist og lét kirkjutónlist mikið til sín taka. Árið 1961 gaf hann út bók sem ber heitið „Högmássans förnyelse“ en það er gagnmerk bók um alla þætti messunnar liturgiska sem kirkjutónlistarlega, bók sem hef- ur haft mikil áhrif og er skrifuð af mikilli þekkingu og áratuga reysnlu. Gustaf Aulén var jarðssttur 28. des. með viðhöfn í Dómkirkjunni í Lundi. G. J. Johann Nepomuk David. Austurríska tónskáldið Johann Nepo- muk David er nýlátinn. Hann var fæddur 1895. Hann stundaði nám i Wien. Að námi loknu varð hann org- anleikari í Austurríki. Síðan var hann prófessor við konservatóríið i Leipzig, og forstjóri 1942—1945. Árið 1948 varð hann prófessor 1 Stuttgart. J. N. D. samdi mörg tónverk — sinfóníur, kvartetta, oratoríum. Hann hefur verið talinn með þeim tónskáldum sem nú á tímum semja besta polyfon- tónlist. Hann samdi mörg orgeltónverk sem þykja mjög athyglisverð. Fá af orgelverkum hans — en þó nokkur — hafa verið leikin hér á landi. P. H. Axel Andersen f. 19. mars 1919 — d. 18. nóv. 1977. Avel var sérstakur persónuleiki, var lítillátur og hlédrægur þar til maður kynntist honum meira. Samt sem áður gat hann látið mikið að sér kveða bæði sem maður, organisti, kennari og sem vinur. Axel var organisti að köllun var sérlega úrræðagóður þegar vanda bar að höndum. Hann byggði upp kon- servatoríið í Esbjerg, var formaður D.O.K.S. í mörg ár, aðstoðarritstjóri seríunnar „Musik í Kirken" og gaf út fyrstu alhliða kennslubók á Norðurlöndum í inprovísation, verk þetta er í þrem bindum og mikið notað við kennslu. Lengst af starfaði hann úti á Jót- landi. Frá 1955 var hann prófessor við Konservatoríið í Kaupmannahöfn og ráðunautur kirkjumálaráðuneytis- ins í orgel málum. Eftir hann liggja nokkur orgel- og kórverk. Af þessu stutta yfirliti má sjá að Axcl Andersen var mikilvirk- ur starfsmaður á vettvangi organista. G.Þ.G. 70 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.