Organistablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 1

Organistablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 1
ORGANISTABLAÐIÐ INNGANGUR Organistablaðið hóf göngu sína í mai 1968. í fyrsta blaðinu er grein eftir Pál ísólfsson. Þar setur hann fram hugmyndir sínar um hlutverk b/aðsins og getur þess m.a. að því sé ætlað að flytja lesendum sínum fróðleik um orge/ið, þetta margs/ungna hljóðfæri, sem stundum nálgist það að vera öll hljóðfæri í senn, - um hlutverk þess í kirkju og menningarlífi og um þróun þess. Lesendur ættu að fá að kynnast nýjungum í orgelsmíði og verkum, sem samin eru og hafa verið fyrir orgel, hljómsveitir og kóra. Blaðið hefur nú komið út í rúman áratug og hefur vel til tekist um útgáfu þess í heild. En því rifja ég upp hugmyndir frumherja að þær eru enn í fullu gi/di og minna okkur á einn af þeim stóru menningarlegu þáttum, sem b/aðið er vettvangur fyrir. Efni hefur verið fjölskrúðugt og margþætt, það tel ég ótvíræðan kost. Orge/leikarar eru dreifðir um a/lt land og búa við mjög mismunandi skilyrði, en þeim er samt nauðsynlegt að halda hópinn, vinna saman, og kynnast störfum og aðstöðu hvers annars. Þessvegna þurfa fréttir úr "bæ og byggð" að berast blaðinu. Við sku/um minnast þess að góðar fréttir eru stundum sniðgengnar í fjölmiðlum nútímans en fréttir okkar b/aðs eiga að vera af mennmgarlegum viðburðum víðs vegar um land, því má ekki g/eymast að senda blaðnefndinni efnisskrár og , frásagnir af tónleikum.

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.