Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 3
Dr. Hallgrímur Helgason: Kóralbók eða prentvillu-paradís Við lestur Organistablaðsins má þar finna margtgott innlegg, ekki sízt efni um íslenska brautryðjendur tónmennta, sem vert er að minnst sé. Hinsvegarskortir mjög á efnislega greinargerðfyrir útgáfum. Fyrir þá lesendur, sem efla vilja eigin dómgreind með því að meðtaka rökstuðning um gildi útgáfu, hversvegna sumt sé gott og annað miður gott, þá verður útkoma snauð. Allar útgáfur flokkast til bókmennta, en þær eru hinsvegar hluti menningar. En menning þrífst því aðeins, að gagnrýni dafni. Menningarleg ábyrgðartilfinning hlýtur því að ala með sér þörf á gagnrýni. Tónmenntaútgáfa er hjá okkur næsta fáskrúðug, enda er forsaga þeirra og þroskabraut æði stutt. Engu að síður eða máske einmitt þessvegna má þeim, sem láta þessa grein sig nokkru skipta, aldrei daprastsýn. Margir kveinka sér við eðlilegri, réttmætri gagnrýni. Þeir óttast, að hana megi útleggja sem óvild í garð einstakra manna. Slíkt verður enn tilfinnanlegra í návígi fámennis innan íslenzks samfélags. En sanngjarn og sannmenntaður maður lætur ekki slík vandkvæði aftra sér. Efnislegur málstaður situr með honum i fyrirrúmi og hann temur sér því hlutlægni(oó/e/rí/V/'feí). Persónulegt mat á mönnum víkur fyrir efnismati. Ein þeirra bóka, sem kirkjumúsikstjórnendur hafa til notkunar er Viðbætir Sáimasöngsbókar (1976). Ætla mætti, að ítarleg frásögn um þetta rit hefði birzt í tímaritinu. En svo er ekki, að undanskildum nokkrum lakónískum athugasemdum P.K.P. 1. tbl. 1977 ("markmiðsleysi, hæpið lagaval, lélegar raddsetningar"). Ekki eru þær rökstuddar frekar, né heldur bent á dæmi, staðhæfingum til stuðnings. Því síður hefir útgáfunefnd borið af sér slyðruorð "til skammar fyrir organistastéttina". Skal því vikið nokkru nánar að þessari kóralbók. Sjálfsagt hefði verið að raða lögum eftir tilgangi, t.d. safnaðarsöngur, kórsöngur, einsöngur, ordinarium -\\b\r,proprium-\\t>\r, responsorium-1iðir. Slíkt skipulag léttir fyrir um val og notkun. Reglu umstafrófsröðverðurekkikenntum það fyrirkomulag, sem hér ríkir af hófi handa, því að hún er sniðgengin. Lagaval Um lagaval er það fyrst að segja, að sneitt er hjá mörgum þeim úrvalslögum, sem voru kjarni siðbótar. Þessir söngvar hljóta jafnan að mynda uppistöðu í öllum evangelískum kirkjusöng. Er þar hægurinn hjá að grípa til útgáfubóka Guðbrands biskups Þorlákssonar. Margar lagperlur er þar að finna, sem (slendingar því miður hafa lagt fyrir róða. I kirkjutóntegundarlegum búningi höfða þau enn í dag til trúar og tilbeiðslu, ekki síður en þau gerðu fyrir hartnær 400 árum. Á þeim stofni hlýtur að byggjast endurvakning almenns safnaðarsöngs, sem kirkjan verður að örva af fremsta megni. Sönglegt ORGANISTABLAÐIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.