Organistablaðið - 01.12.1979, Page 4

Organistablaðið - 01.12.1979, Page 4
þátttökuleysi stendur blómlegu safnaðarlífi fyrir þrifum. Umrætt rit tekur ekki mið af þessu höfuðvandamáli kirkjunnar. Mörg eru þau lög, sem hér beinlínis standa sem tímaskekkja. Þau hefðu verið sæmilega boðleg fyrir tveim mannsöldrum. Má þar tiltaka Dýrð í hæstum hæðum sem dæmi um flatneskju, með tón- og hljóm- endurtekningum, sem er fyrsta boðorð þess, hvað forðast skal í tónbálki kirkjulaga, auk þunglamalegs milliendis. Svipaðir annmarkar eru á laginu Vér stöndum á bjargi (ritað með úreltum punds-nótuml), með villuráfandi stökkhreyfingu í niðurlagi ( þar sem einmitt ró ætti að færast yfir tónferð með skrefhreyfingu). Þá er stórmeistaranum Sibelius lítill greiði gerður með birtingu lags hans, Sem stormur hreki skörðótt ský. Vankantar raddbúnings eru svo miklir, aðfurðu sætir (kyrrstaða hljómferðar, lagtónn sem forhald, ítrekuðtrítónus-stökk). Leiðigjarntí söng verður þá líka fánýtt hringsól lagmyndunar í Freisishetja, friðargjafi, og lagið Guðs alvæpni taktu má vissulega flokkast sem "trivial-músik". Danski organistinn Berggreen er svo fyrirferðarmikill í íslenskri kóralbókaútgáfu, að óþarft var að bæta þar við.enda er söngur hans, Sofðu vært hinn síðsta blund, engin búbót, öllu heldur skóbót (með upphafs-sekvens, lagstríðri krómatík, meiningarlausum tónítrekunum og lágkúrulegum skiptinótu-endi). Hér verður naumast rúm til þess að tíunda hvert númer. Yfirleitt má segja, að allt of mörg laganna sverji sig í ætt við þá tíma, sem ólítúrgískastir hafa verið, 1 9. öldina, með hennar takmarkaða skilningi á kirkjulegum stíl (Gade), sem því oft verður flatur og fátæklegur (Bjargið alda, borgin mín, Vort líf er lánfrá þér). Engin undantekning er þá heldur ókirkjulegt lag eins og Ó. ást sem faðmar allt, með sínum lágkúrusmekk, eða þá / öllum löndum lið sig býr, sem nánast mætti skilgreina sem forhalds-stúdíu og vísnasöng. Hljómsetning Svo mjög sem ábótavant er hljómsetningu kóralbókarinnar frá 1936(Sigfús Einarsson, Páll isólfsson), þá hefði hér mátt vænta umskipta til bóta. En því miður fer því víðs fjarri. Dæmi þessa eru svo mýmörg, að upptalning þeirra mundi fylla margar síður. Verður því að stikla á stóru. Gegnumgangandi höfuðljóður er sínotaður fersexundarhljómur, sem úthrópaður er í "klassískum kantionalsats" (útsetning á kóralbókasöngvum). Þessi ótrausta hljómundirstaða blasir strax við í þrem fyrstu lögunum. Beinlínis röng er hún á bls. 3, 7, 10, 38, 52, 61,73 (máske prentvilla), 96, 108, 114, 133, 147 (óstíKst(sk), 164, 167. Sumir laghöfundar virðast tæplega kunna sína "skóla-teóríu" og flaska jafnvel á alræmdum samstfgum fimmundum (bls. 1,4, 7, 18, 28, 67, 100, 107, 114, 1 20, 127, 141, 146, 147, 170, 171). Samstígar áttundir sjást líka (bls. 35. 41, 93 og víðar). Eitt hið óhyggilegasta, sem kórlaga-höfundar geta gert, er að nota oft krómatík. Þesskonar "litbrigði" voru fyrrum talin stríðóma og því útskúfuð, og enn reynast þau mörgum kórista óþjál í hæsta máta og söngstjóra tímafrek ( æfingu. Hér ganga þau Ijósum logum sem "rómantískar” afturgöngur og óprýða víða tónbálk til mikilla lýta (bls. 1, 3, 7, 8, 10, 12, 16, 17, 1 8 og áfram til 1 74). Óuppleystir mishljómstónar finnast allvíða (bls. 1,4, 11, 107, 114 og 165). 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.