Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 7

Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 7
kirkjusöngs. Þeim mun meiri undrun sætir, að J.Þ. skuli fatasttök í laginu, Jesú, mín morgunstjarna, en þar blasa við háttaföll samstígra fimmunda í tull flúruðum tónbálki þessarar látlausu laglínu. Annars virðist lagmótun vera betri, svo sem hún hefir tilsungizt í tvísöng. Niðurlag í sem stytztu máli hefir nú verið reynt að gera grein fyrir þessum Viðbæti kóralbókar. Margt er að vísu enn ósagt, en hér skal staðar numið. -Þvískal þó við bætt, að í lagi greinarhöfundar, Égtrúiáguð, var aðeins notaðfyrsta vers. Annað vers fellur ekki að lagi, enda er bragháttur þess brenglaður, nema því aðeins að endi þess sé breytt: "þó ég deyi" verður "eftir deyð" og í samræmi við það breytist þá "dauðans ós" í "dauðans neyð". Prentvillur í bókinni eru firna margar, bæði í nótum, fyrirsögnum og Ijóðatexta. Að því leyti er þessi útgáfa algjör methafi. Slíkt kallast hneykslunarlegur sóðafrágangur. Minna má nú ógagn geral Á sínum tíma risu upp miklar ritdeilur milli Sigfúsar Einarssonar og Bjarna Þorsteinssonar, þegar Bjarni gaf út kóralbók sína. Deiluefni var einkum sá ritháttur Bjarna, að skrá sálmalög með hálfnótum í stað fjórðungsnótna: Formsatriði. Ritvillur eru líka formsatriði en miklum mun hvimleiðari og háskalegri en hálfnótur! Leitun mun vera á annarri íslenskri útgáfu, þar sem prófarkalestur hefir lent í öðrum eins handaskolun. Nótnaútgáfa er bókmenntastarfsemi, og henni ber að sinna svo sem annarri menningariðju. Tómlæti fæðir af sér áhugaleysi og afskiptaleysi. Og því aðeins dafnar menning þjóðar, að vandamál hennar séu tekin til umræðu. Einn þáttur þeirrar umræðu er gagnrýni. Þeim, sem bera fyrir brjósti vöxt og viðgang íslenzkrar tónmenningar og skilja styrk hennar og veikleika, ber skylda til að leggja lið þörfu málefni. Dr. Hallgrímur Helgason. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.