Organistablaðið - 01.12.1979, Page 10

Organistablaðið - 01.12.1979, Page 10
hann fljótur að spyrja mig, hvað ég ætlaði mér í þessu. Og er hann vissi hug minn, sagði hann, hvernig hann hefði hugsað þetta mál, organistinn í dómkirkjunni í Reykjavík,Jónas Helgason hefði styrk frá landssjóði til þess að veita ungum mönnum, er ætluðu að verða kirkjuorganistar, tilsögn. Nú kvaðst hann vilja senda mig suður til Jónasar, er hann þekkti vel, en rita mundi hann meðmælabréf, er ég skyldi afhenda Jónasi, þegar ég kæmi á hans fund. Þegar þetta gerðist, var komið fast að jólum, en á komandi vetrarvertíð var ég ráðinn sjómaður í Þorlákshöfn. Ekki kom til mála að segja lausu skiprúmi og missa vertíðarhlut fyrir þetta nám. Er ég hafði tjáð sr. Ólafi þetta, sagði hann að ég skyldi fara suður strax eftir áramótin og reyna að nota tímann vel fram að vertíð. Féllst ég þegar á þetta. Svo liðu hátíðarnar, og á annan í nýári lagði ég einsamall og fótgangandi af stað suður til Reykjavíkur. Var þá mikill snjór með frosthörkum. Fyrsta daginn fór ég að Lækjarbotnum og var staðuppgefinn, er þangaðkom, því háraskafbylur og ófærð var, er kom suður yfir Hellisheiði. Næsta dag gekk ég til Reykjavíkur og leitaði þar á fund eina mannsins, er ég þekkti, systur minnar, sem þá var nýflutt suður. Daginn eftir fórsystir mín með migáfund Jónasar Helgasonar. Égfékkhonum bréfið frá sr. Ólafi Helgasyni og braut hann það upp og las. Jónas kvað námsbekkinn setinn heima hjá sér, því 19 væru lærisveinarnir. Síðan spurði hann, hvað langan tíma ég gæti tekið hjá sér. Ég sagði sem var, að ég væri ráðinn sjómaður í Þorlákshöfn og yrði því að fara austur fyrir vertíðarbyrjun. Þá sagði Jónas Helgason þetta: "Ekki skil ég í jafngreindum manni og sr. Ólafi Helgasyni að halda, að piltinum nægi þessi stutti tími " Ég kvaðst mundi reyna að koma aftur næsta vetur. "Þá verður þú búinn að týna öllu, sem þú lærir núna", mælti Jónas. Samt sagðist hann mundi taka mig í námið og best væri að byrja strax á morgun. Þótti mér nú betur rætast úr en á horfðist. Systir mín kom mér fyrir I fæði og húsnæði, og svo hófst námið. Sitthvað man ég frá því, en nú skal fara fljótt yfir sögu. Er skemmst frá því að segja, að þarna var ég í mánaðartíma og gekk námið ekki ver en svo, að í lokin fékk ég hrós hjá Jónasi Helgasyni. Sagði hann, að ég væri orðinn það fær, að hann teldi mig "kirkjukláran". Hafði hann þá látið mig spila nokkrum sinnum í dómkirkjunni við minni háttar jarðarfarir. Jónas vissi, að ég átti ekki hljóðfæri og átti engan aðgang að því heima í nágrenninu. En það kvað hann mér nauðsynlegt að hafa, annars stirðnaði ég fljótt upp og týndi því, sem ég hefði lært. Hann sagði því: "Ég á nokkur orgel geymd uppi á pakkhúslofti hjá honum Zimsen, þú þarft að eignast eitt af þeim, en þau kosta 150 krónur". Ég kvaðst ekki geta lagt út í þau kaup, því ég væri peningalaus. Þá sagði Jónas: "Taktu orgelið með þér austur, drengur minn, þú greiðir það, þegar þú getur." Ég þakkaði Jónasi fyrir þetta einstaka boð og alla tilsögn, því hann reyndist mér miklu betri maður, en mér leist á, er ég sá hann ( fyrsta sinn. Ég fór nú niður í Zimsenverslun og kom ípakkhúsið, þarsem orgelinstóðu ítil- slegnum trékössum, rammlega sterkum. Nú kom upp vandamál: hvernig mér tækist að koma þessum þunga hlut austur yfir Hellisheiði í talsverðum snjó. Sleðafæri hugði ég sæmilegt og var strax ákveðinn að reyna að draga orgelið á sleða og beita sjálfum mér fyrir, austur yfir Hellisheiði. Ég vissi að þetta yrði 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.