Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 14
Um túlkun orgelverka Bachs. Umræðu um það efni, sem fellst í fyrirsögninni verður seint lokið. Orgelverk Bachs eru "daglegt brauð" allra organista, sem allir verða aftur og aftur að taka til endurskoðunar spurningar um túlkun, greiningu (fraseringu), raddval (registreringu) o.fl. Allir vita að Bach lét frá sér fara mjög fáar leiðbeiningar um hvernig orgelverk hans skulu túlkuð. Því hafa ýmsar "Bach-hefðir" myndast og sett mark Sjtt á skóla og menn. Víðtækar rannsóknir hafa leitt í Ijós mörg atriði varðandi túlkun á verkum hans og skoðanir og skilningur er sífellt að breytast frá ári til árs. Þessvegna er ekkert undarlegt þó bækur og greinar séu skrifaðar þar eð þetta efni er stöðugt skoðað frá nýjum sjónarhól. Það er ekki heldur undarlegt þó tónfræðingar og organistar þingi um þessi mál og greini stórum á hvernig farið skal að og ekki,- Eitt slíkt þing (kolloquium var það nefnt) var haldið i Brandenburg í Þýzkalandi dagana 27. - 29. ágúst 1978. Þátttakendur voru 40, sem með erindum, umræðum og tónleikum fjölluðu um efnið "Túlkun orgelverka Bachs". Hans Gruss flutti erindi um konserta-efni (Concerto-Elementer) íorgelverkum Bachs. Hans-Joachim Schulze fjallaði um eiginhandrit af orgelverkum Bachs, endurskoðun á texta og túlkunaratriði. Christoph Krummacher og Walter Heinz Bernstein fluttu fyrirlestra um "Mat Bachs á orgelum og raddvalsmöguleikum" og "Gamla fingrasetningu og ójafnt spil (inégalité)". Erfitt er að sniðganga síðast nefnda atriðið, þar eð riýr "skóli" hefir á undanförnum árum myndast um það efni, sem e.t.v. verður framlag nútímamanna til að varpa Ijósi á leyndardóm Bach-túlkunar. Hér verða nú dregnar saman nokkrar niðurstöður sem komu fram á þinginu í Brandenburg og Gottfrid Gilles rakti í "Musik und Kirche" nr. 6/1978. 1. Við verðum að þekkja sögulegt samhengi og túlkunarvenjur á tíma Bachs og notfæra okkur þær. 2. "Rétt" túlkun orgelverka Bachs er ekki til, en skynsamlegur grundvöllur finnst með skýringum (analýsum) þá beitt er hugmyndum og aðferðum frá 18. öld. (Konsertaðferð, leikháttur og túlkun). Nokkrir tónvísindamenn stunda nú rannsóknir á þessu sviði. Á Brandenburg-þinginu leitaðist Gruss við að skilgreina fúguna með c-dúr tokkötunni sem konsert-þátt þar sem hér er ekki um hefðbundna fúgu að ræða. Þá hefir slík skilgreining einnig áhrif á raddval og tónborðaskipti og verða þá engin túlkunarvandarnál. 3. Við leik orgelverka Bachs skal hraða í hóf stillt svo að innviðir þeirra fari ekki fram hjá hlustendum. Séu verkin leikin of hratt glatast þýðingarmikið efni í byggingu þeirra. 4. Til að öðlast þann "syngjandi", "talandi" flutning, sem samsvarar því hve þung áherzla var lögð á rétta framsögn sérhljóða og samhljóða í sönglist á 18. öld og gilti einnig um hljóðfæralistina, er algert legato-spil ekki lengur talið við eiga, heldur skal fjölbreytni í þeim efnum, fengin við nákvæma 14 ORGANISTABLADIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.