Organistablaðið - 01.12.1979, Page 19

Organistablaðið - 01.12.1979, Page 19
Frá fyrstu hendi í þessum þætti verður sagt frá uppruna nokkurra vinsælla.lslenskra sönglaga - hvar, hvenær og hvernig þau hafa orðið til. Með þessum upplýsingum fylgja sýnishorn af rithönd tónskáldanna. Lögin eru "Sólskríkjan" eftir Jón Laxdal, "Þótt þú langförull legðir", eftir Sigvalda S. Kaldalóns, "Mamma" eftir Sigurð Þórðarsson, "I dag skein sól" og ”Ég kveiki á kertum mínum" eftir Pál (sólfsson,- Heimilda er getið í þættinum. Sólskríkjan "Hann sagðist vera búinn að semja lag og hann mætti til með að lofa einhverjum að heyra það." Jón Laxdal var verslunarstjóri Leonh.Tangs verslunar á Isafirði 1 895-1908. Á Isafirði stjórnaði hann söngkórum. Hann samdi þar mörg af sínum vinsælustu Ibúðarhúsið i Hæstakaupstaðnum. lögum, m.a. lag við Aldamótaljóðin eftir Hannes Hafstein og var þaðfyrst sungið við aldamóta-hátíðahald Isfirðinga 1. janúar 1901. Frásögn sú, sem fer hér á eftir er úr ævisögu Guðlaugs Kristjánssonar, sem Indriði Indriðason rithöfundur hefur skrifað. - Guðlaugur og Jón Laxdal voru góðir kunningjar "Guðlaugur heyrir Sólskríkjuna. Það var fagurt og blítt vorkvöld og orðið nokkuð áliðið. Guðlaugur var að koma neðan frá sjó, hafði hann verið að dútla við bát sinn. Honum varð gengið framhjá húsi Laxdals. Glugginn var opinn á setustofunni, og sá Laxdal til ferða hans. Hann kallaði til Guðlaugs og bað hann að koma inn sem snöggvast. Guðlaugur þóttist ekki þannig klæddur, en hinn veifaði öllum slíkum afsökunum til hliðar og kvað það engu máli skipta. Þegar Guðlaugur kom inn, sat Jón viðorgelið. Hann var á skyrtunni með vindil í munninum og vínglas við hlið sér. Hann bauð Guðlaugi sæti, glas og vindil og settist svo við hljóðfærið aftur. Hann sagðist hafa verið að semja lag og hann mætti til með að lofa einhverjum að heyra það. Hann ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.