Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 20

Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 20
væri búinn að vera með þetta í huganum nokkurn tíma, en nú væri það komið, nú væri hann orðinn ánægður með það, það væri bara eftir að hreinskrifa það: Lagið væri við kvæði eftir Þorstein Erlingsson, sem héti Sólskríkjan, kannaðist Guðlaugur nokkuð við það? Önei, þaö gat víst ekki heitið. Það væri yndislegt kvæði, það ætti vissulega skilið að við það væri samið fallegt lag. Laxdal lék við hvern sinn fingur. Svo byrjaði hann að spila lagið og söng vísuna með. Hann söng allt kvæðið á enda, skaphýr og örumglaður á valdi Ijóðs og lags, - og Guölaugur hlustaði hugfanginn yfir fegurð hvorutveggja, er birtist honum þarna í fyrsta sinn í sameiginlegri og óaðskiljanlegri heild, er hann hefir síðan aldrei getað hugsaðséröðruvísi; og kvöldið leið fyrir verkamanninum og verslunarstjóranum, hugföngnum af svipuðum tilfinningum og þeim, er höfðu vald á skáldinu við söng sólskríkjunnar, er söng svo vel, að "því sitja þar vorkvöldin hlustandi hljóð, því hika þar nætur og dreymandi bíða.” Það var komin nótt, þegar Guðlaugur hélt heimleiðis, hrærður og hrifinn eftir ógleymanlega kvöldstund, - þá er hann heyrði Sólskríkjuna í fyrsta sinn, - og Ifklega fyrstur manna." Indriði Indriðason Dagur er liðinn Ævisaga Guðlaugs frá Rauðbarðaholti Norðri. 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.