Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 28

Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 28
Hlutavelta Fjáröflunarleið 1894 Nokkuð þætti það nú í dag snúningasamt, ef um samkomuleyfi þyrfti aðsækjatil forsetans á Bessastöðum, hvaðan sem væri á landinu. Sú var tíðin, að um "tombólu"-leyfi þurfti að sækja til landshöfðingjans í Reykjavík. Skal nú rakið hér og sýnt eitt dæmi um slíkt. Árið 1894 gerist það, að fimm konur í Hnífsdal, senda sýslumanni (safjarðarsýslu svohljóðandi bréf: Með því að vér undirritaðar höfum áformað að halda tombólu í næstkomandi maímánuði í því skyni að ágóðanum verði varið til þess að kaupa orgel fyrir barnaskólann hér í Hnífsdal, þá leyfum vér oss hér með að fara fram á, að þér, hávelborni herra Landshöfðingi, veitið oss leyfi til þessa. Allravirðingarfyllst. Hnífsdal, 4. apríl 1894. Sigríður Össurardóttir Guðbjörg Pálsdóttir Ingibjörg Kristjánsdóttir Guðný Jónsdóttir Helga Jóakimsdóttir Þetta bréf hinna fimm kvenna sendir sýslumaðurinn áfram til landshöfðingja. Skrifar hann með því eftirfarandi bréf: Hérmeð leyfi ég mér að senda yður, hávelborni herra Landshöfðingi, beiðni nokkurra kvenna í Hnífsdal um að mega halda tombólu í næstkomandi maímánuði, og er ætlun umsækjandanna, eins og tekið er fram ( bréfinu, að verja væntanlegum ágóða til þess að kaupa harmoníum til handa barnaskólanum. Sýslumaöurinn í fsafjarðarsýslu þ. 6. apríl 1894. Lárus Bjarnason settur. Til landshöfðingjans yfir (slandi. 28 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.