Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 30
Á síðastliðnu sumri lést Bjarni Bjarnason á Skáney í hárri elli. Bjarni Bjarnason var einn þeirra manna sem vörðuðu veginn fyrir komandi kynslóðir og unnu mjög merkilegt brautryðjendastarf. Ungur nam hann harmoníumleik hjá Brynjólfi Þorlákssyni og hóf strax að leika í kirkjum í Borgarfjarðarhéraði þegar heim kom. Organistaferill hans í kirkjulegri þjónustu er sá lengsti sem mér er kunnugt um hér á landi eða rúm sjötíu ár. Bjarni bjó rausnarbúi að Skáney í Reykholtsdal og munu tónlistarstörf því lengst af hafa verið unnin í tómstundum. Langa hríð var starfandi Karlakórinn "Bræður" undir stjórn Bjarna en nafn sitt dró söngflokkur þessi af því, að hver maður átti þar sinn bróður. Söngflokkurinn kom saman og dvaldi nokkra daga i senn á Skáney, æfði söng af kappi, og stundum var gripið í búverk um miðjan daginn því að menn vildu gjarnan "vinna fyrir mat sínum". Nærri má geta að stundum hefur verið þröngt á þingi með þessu fjölmenni á heimilinu. Ánægjulegt er til þess að vita að dóttursonur Bjarna heldur nú uppi merki afa síns, Bjarni Guðráðsson sem nú er organisti í Reykholtskirkju og gengur hann því brautina, sem Bjarni á Skáney ruddi. Kjartan Sigurjónsson 30 ORGANISTABLAÐIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.