Organistablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 30

Organistablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 30
Á síðastliðnu sumri lést Bjarni Bjarnason á Skáney í hárri elli. Bjarni Bjarnason var einn þeirra manna sem vörðuðu veginn fyrir komandi kynslóðir og unnu mjög merkilegt brautryðjendastarf. Ungur nam hann harmoníumleik hjá Brynjólfi Þorlákssyni og hóf strax að leika í kirkjum í Borgarfjarðarhéraði þegar heim kom. Organistaferill hans í kirkjulegri þjónustu er sá lengsti sem mér er kunnugt um hér á landi eða rúm sjötíu ár. Bjarni bjó rausnarbúi að Skáney í Reykholtsdal og munu tónlistarstörf því lengst af hafa verið unnin í tómstundum. Langa hríð var starfandi Karlakórinn "Bræður" undir stjórn Bjarna en nafn sitt dró söngflokkur þessi af því, að hver maður átti þar sinn bróður. Söngflokkurinn kom saman og dvaldi nokkra daga i senn á Skáney, æfði söng af kappi, og stundum var gripið í búverk um miðjan daginn því að menn vildu gjarnan "vinna fyrir mat sínum". Nærri má geta að stundum hefur verið þröngt á þingi með þessu fjölmenni á heimilinu. Ánægjulegt er til þess að vita að dóttursonur Bjarna heldur nú uppi merki afa síns, Bjarni Guðráðsson sem nú er organisti í Reykholtskirkju og gengur hann því brautina, sem Bjarni á Skáney ruddi. Kjartan Sigurjónsson 30 ORGANISTABLAÐIO

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.