Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 32

Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 32
aðstoða mig eftir þörfum. - Með þessum hætti kynntumst við Þórarinn Guömundsson. - Hann reyndist mér hinn ákjósanlegasti samstarfsmaður, einlægur og vinsamlegur og frábær félagi barnanna sem fluttu sönginn. Hann jós yfir þau gamanyrðum, glensi og alls kyns orðaleikjum og fullyrða má að enn ylja þessar löngu liðnu stundir tilfinningum okkar þegar við í minningunni lifum þær að nýju eins og þær gerðust fyrir framan hljóðnemann í hljómleikasal Ríkisútvarpsins drjúgum lengur en áratug frá 1935. Að minnst sé Þórarins Guðmundssonar í málgagni organista er öðru fremur fyrir það, að hann var tíðari samstarfsmaður þeirra en aðrir tónlistarmenn. Það var býsna algengt að heyra Þórarin flytja sorgargöngulög með organistunum ( kirkjum Höfuðstaðarins og í hvert sinn, sem þessar sorgarstundir áttu að vera annað og meira en einfaldleikinn, var venjan að aðstandendur leituðu til Þórarins Guðmundssonar og fólu honum að vera meðvirkur organistanum við minningarstundina. - Þetta þjónustustarf Þórarins viðsamtíðina mun hafa varað óslitið að kalla í hálfa öld og gripiö inn á samstarf á annan tug organista. Þórarinn var gott tónskáld og vann til verölauna í þeim efnum. Lögin hans eru að jafnaði létt og lifandi og njóta mikilla vinsælda. Þórarni tilheyrði mikið skopskyn sem hann beitti til gamans en öllum að skaðlausu. Hann sagði vel frá því, sem honum þótti frásagnarvert en í meöferð hans gat það orðiö nokkuð annað en það upprunalega, vitanlega kátlegt og kyndugt. Þórarinn Guðmundsson lauk tónlistarnámi 18 ára með burtfararprófi frá tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Og frá þeirri stundu hefst hið raunverulega ævistarf hans hér í Reykjavík, kennsla í einkatímum og fiðluleikur á ýmsum stöðum svo sem á kaffihúsum, leikhúsum, kvikmyndahúsum og víðar og víðar. Þórarinn var ráðinn til tónlistarstarfa við Ríkisútvarpið 1930 og í Sinfóníuhljómsveit íslands spilaði hann frá fyrstu tíð til þeirrar stundar er hann hætti störfum vegna aldurs. Síðast hittumst við Þórarinn í hljómleikasal, við ræddumst við stundarkorn um það, sem flutt var og meðferðina á verkefnunum. Hann var ekki fyllilega ánægður og sagði að lokum með sínum Þórarinska máta: Það er engin kúnst að flytja tónlist nákvæmlega eftir nótunum, en að skila því, sem að baki þeim er, það er sko önnur saga, það er jú annar handleggur. - Með þessum orðum kvaddi Þórarinn Guðmundsson undirritaðan. Jón ísleifsson 32 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.